„Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. desember 2024 22:14 Finnur Freyr Stefánsson var ánægður eftir leik Vísir/Pawel Valur vann ellefu stiga sigur gegn Grindavík 88-77. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa komist áfram í bikarnum. „Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
„Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira