„Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. desember 2024 22:14 Finnur Freyr Stefánsson var ánægður eftir leik Vísir/Pawel Valur vann ellefu stiga sigur gegn Grindavík 88-77. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa komist áfram í bikarnum. „Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
„Við vorum líkari sjálfum okkur en oft áður. Eftir að Adam Ramstedt kom í liðið þá lítum við út eins og körfuboltalið. Við gerðum vel í að halda plani og einbeitingu allan tímann, “ sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leik. Finnur var ánægður með vörn Vals sem gerði það að verkum að Grindavík gerði ekki stig í tæplega sex mínútur. „Mér fannst við gera vel á þessum kafla. Það var ekki eitthvað eitt sem við vorum að gera vel heldur vorum við að stýra þeim á þá staði sem við vildum fá þá á. Strákarnir lögðu mikið á sig og voru að spila fyrir hvorn annan.“ „Mér fannst þessi leikur mikið fram og til baka. Það var ekki hægt að áætla eitt augnablik í þessum leik en mér fannst þó stórt augnablik þegar Sherif Ali Kenney stal boltanum og stöðvaði hraðaupphlaup og það drap leikinn.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og úrslitin ráðin leit út fyrir að Grindvíkingar væru að fara að drippla leikinn út enda leikur í VÍS bikarnum en þá fór Deandre Kane í sniðskot þegar að allir voru hættir sem pirraði marga Valsmenn enda óheiðarlegt en Finnur gaf þó lítið fyrir það. „Við vitum hvernig Kane er og hann er skemmtilegur karakter. Það er gaman af þessu og hann minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson. Hann er aðeins beittari útgáfa af honum en hann er skemmtilegur karakter sem litar leikinn og ég hef mjög gaman af honum og hef átt góð samskipti við hann að undanförnu og hann var eðlilega fúll að hafa tapað.“ Finnur var afar ánægður með nýjasta leikmann Vals Adam Ramstedt sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. „Hann gerði ótrúlega vel miðað við tvær æfingar. Þetta er leikmaður sem kann körfubolta og kann sitt hlutverk og hann á eftir að komast betur inn í þetta og ég á eftir að læra á hann líka. Hann hitti strákana á föstudagskvöldið og hann er búinn að þekkja þá í 48 klukkutíma.“ Eru frekari breytingar í vændum hjá Val? „Ekki að svo stöddu,“ sagði Finnur að lokum
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira