Körfubolti

Njarð­víkingar sýndu Sel­fyssingum enga miskunn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Njarðvík er komið áfram í átta liða úrslit VÍS bikarsins.
Njarðvík er komið áfram í átta liða úrslit VÍS bikarsins. Vísir / Hulda Margrét

Njarðvík fór áfram í átta liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta með öruggum 121-87 sigri gegn Selfossi.

Leikurinn fór fram í IceMar-höllinni í Njarðvík og heimamenn höfðu litlar áhyggjur fyrirfram. Selfoss er í neðsta sæti fyrstu deildar, Njarðvík í þriðja sæti úrvalsdeildar.

Njarðvík sýndi líka enga miskunn og skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta. 100 stig voru svo komin á töfluna hjá Njarðvík þegar þriðji leikhluti kláraðist og lokatölur 121-87.

Veigar Páll Alexandersson varð stigahæstur hjá Njarðvík með 24 stig. Hjá Selfossi voru Follie Bogan og Skarphéðinn Árni Þorbergsson jafn öflugir með 17 stig.

Njarðvík heldur því áfram í átta liða úrslit ásamt Val sem vann Grindavík í kvöld og KR sem vann Hött fyrr í dag.

Hinir fimm leikirnir fara svo fram á morgun og dregið verður í átta liða úrslit á fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×