Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Eimskip Hafnarmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun