Kvika banki

Sveinn snýr aftur til starfa hjá Arctica Finance sem greinandi
Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu undanfarin ár, er að snúa aftur til Arctica Finance þar sem hann mun taka til starfa sem greinandi fyrir markaðsviðskipti verðbréfafyrirtækisins.

Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða
Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins.

Narfi frá JBT Marel til Kviku
Narfi Snorrason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.

„Hverjum manni augljóst“ að umgjörð bankakerfisins skaðar samkeppnishæfni
Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.

Tollastríð ætti að minnka efnahagsumsvif og styðja við vaxtalækkanir
Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sértækra skatta yfir 60 milljarðar
Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.

Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum
Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu.

Yfir 200 milljarða innlánahengja gæti leitað á eignamarkað með lægri vöxtum
Frá því að raunstýrivextir urðu að nýju jákvæðir fyrir tveimur árum hafa innlán heimilanna aukist um 460 milljarða, mun meira en mætti vænta miðað við leitni vaxtar í hlutfalli við landsframleiðslu, og stóra spurningin er hvert „innlánahengjan“ leitar þegar vextir fara lækkandi, að sögn aðalhagfræðings Kviku. Hann telur sennilegt að áhrifin sjáist fyrst á eignamörkuðum með auknum hvata eignameiri fólks til að ráðstafa lausu fé í áhættusamari fjárfestingar en þegar fram í sækir gæti þessi mikli „umfram“ sparnaður takmarkað svigrúm Seðlabankans til lækkunar á raunvaxtaaðhaldinu.

„Vekur athygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verðmætra þróunareigna
Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári.

Séríslenskar kvaðir á bankakerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk“
Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu.

Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi.

Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Greiðslur til hluthafa Kviku munu nema um þrjátíu milljörðum eftir söluna á TM
Góður gangur í rekstri TM á síðustu fjórðungum þýðir að endanlegt kaupverð Landsbankans á tryggingafélaginu verður að líkindum yfir 32 milljarðar og mun meðal annars skila sér í talsvert meiri útgreiðslum til hluthafa Kviku en áður var talið þegar viðskiptin klárast á næstu vikum. Uppgjör Kviku banka á fjórða ársfjórðungi, sem var að mestu í takt við væntingar, sýndi áframhaldandi bata á grunnrekstrinum en stjórnendur félagsins sjá tækifæri í að auka vaxtamuninn enn frekar með bættum vaxtakjörum í útgáfum á erlendum mörkuðum.

Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM
Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur.

Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar
Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við.

Verðbólgumælingin var ekki „jafn uppörvandi“ og lækkunin gaf til kynna
Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið.

Útlit fyrir óbreyttan verðbólgutakt í aðdraganda næstu vaxtaákvörðunar
Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum
Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar.

Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar
Ríkið hafði betur gegn sex lykilstjórnendum Kviku banka fyrir héraðsdómi í dag, í deilu sem snerist um skattlagningu hagnaðar af áskriftarréttindum sem nam á bilinu 30 til 95 milljónum króna.

Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið
Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári.

Kvika ætlar að greiða út tuttugu milljarða arð þegar salan á TM klárast
Stjórnendur Kviku hafa ákveðið að útgreiðsla til hluthafa bankans vegna sölunnar á TM til Landsbankans fyrir um ríflega þrjátíu milljarða króna verði talsvert hærri en áður hefur verið gefið út. Þrátt fyrir það mun eiginfjárhlutfall Kviku hækka verulega við söluna og bankinn áætlar að á meðal annars grunni þess geti hann í framhaldinu tvöfaldað lánabókina á næstu þremur árum.

Hagnaður Kviku áttfaldast samtímis vexti á öllum tekjusviðum bankans
Mikill viðsnúningur var í rekstri Kviku á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn hagnaðist um ríflega 1,8 milljarða af áframhaldandi starfsemi, sem jafngildir um 22,4 prósenta arðsemi, og jókst hann um áttfalt á milli ára þar sem allar einingar voru um eða yfir áætlun. Eftir nokkurt tap á starfsemi Kviku í Bretlandi í fyrra hefur reksturinn núna skilað um 900 milljóna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins en bankinn áformar að markaðssetja nýjan framtakssjóð í árslok sem á að fjárfesta í Bretlandi.

Innáskipting hjá Kviku
Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku.

Ættu ekki að vænta kröfulækkunar á löngum ríkisbréfum þegar vextir lækka
Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu.

Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng
Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.

Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar
Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka.

Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum.

Íslandsbanki lokaði skortstöðu sinni á Kviku
Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka.

Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að
Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu.

Forstjóri: Kvika kemst vonandi nálægt því að ná markmiði um arðsemi í ár
Kvika banki kemst vonandi nálægt því að ná markmiði sínu um arðsemi á árinu. „Við erum ánægð með góðan viðsnúning í bankarekstri,“ sagði Ármann Þorvaldsson bankastjóri. Stefnt er á að hleypa af stokkunum 3,5 til fimm milljarða króna framtakssjóði sem fjárfestir í Bretlandi.