Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 12:17 Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun. vísir/kvika Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“ Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira