Barnalán

Fréttamynd

Elísa­bet og Áki nefndu stúlkuna

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, tilkynntu nafn dóttur þeirra, sem fæddist fyrr í mánuðinum, í sameiginlegri færslu á Instagram. Stúlkunni var gefið nafnið Maja Svan.

Lífið
Fréttamynd

„Lítið rauð­hært kríli væntan­legt í nóvember“

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Baltasar og Sunn­eva af­hjúpa kynið

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á stúlku í byrjun ágúst. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en Baltasar á fjögur börn fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Ari Bragi og Dóróthea eignuðust dreng

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason og unnusta hans Dórthea Jóhannesdóttir eignuðust dreng á dögunum. Um er að ræða þeirra annað barn en fyrir eiga þau hina þriggja ára gömlu Ellen Ingu.

Lífið
Fréttamynd

Greindu frá kyninu á ströndinni

Sandra Björg Helgadóttir þjálfari og eiginmaður hennar Hilmar Arnarsson eiga von á sínu fyrsta barni í september. Hjónin tilkynntu á Instagram í gær að von sé á dreng.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Mæðradagurinn var í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á mæður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Fjölmargir sóttu tónleika hljómsveitarinnar GusGus í Hörpu um helgina, þar sem stiginn var trylltur dans.

Lífið
Fréttamynd

Jón Daði og María Ósk eignuðust dreng

Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður og unnusta hans María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt annað barn síðastliðinn þriðjudag, þann 30.apríl. Fyr­ir eiga þau Sunn­evu Sif sem er fimm ára.

Lífið
Fréttamynd

Maikai-hjónin eignuðust stúlku

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

„Óraunverulegustu fréttir sem við getum fært“

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í haust. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. 

Lífið
Fréttamynd

„Draumur að verða að veru­leika“

Þjálfarinn Sandra Björg Helgadóttir og eiginmaður hennar Hilmar Arnarsson eiga von á sínu fyrsta barni saman í haust. Hjónin greina frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“

„Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Jóhanna Helga og Geir eiga von á dreng

Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eiga von sínu öðru barni í september. Parið tilkynnti á Instagram að von væri á dreng. Fyrir eiga þau eina stúlku, Tinnu Maríu sem er fjögurra ára.

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Lífið
Fréttamynd

„Tíu ár en enginn hringur“

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára.

Makamál
Fréttamynd

Fer­tug og frjó í flutningum

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Systur og makar, og Haukur Unnar Þorkelsson eiga von á sínu þriðja barni saman. Katla fagnar fertugsafmæli sínu í dag með því að tilkynna óléttuna. Auk þess festi parið kaup á fallegu einbýli í Hafnarfirði.

Lífið