„Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 15:23 Íris Svava segir líkamlegar breytingar á meðgöngu hafa haft áhrif á andlega liðan hennar. „Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni. Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Barnalán Tímamót Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Íris Svava eignaðist sitt fyrsta barn, Sóldísi Hönnu, þann 3. maí í fyrra. Í færslunni lýsir hún því hvernig líkamlegar breytingar á meðgöngunni höfðu áhrif á hana andlega. „Maginn á mér orðinn allt öðruvísi, slit búin að bætast í safnið og ég er búin að missa mikinn vöðvmassa. En núna, nákvæmlega núna þarf ég á allri sjálfsástinni að halda. Gömul hugsanamynstur hafa hægt og rólega verið að reyna að brjótast upp á yfirborðið en ég ætla ekki að leyfa því að gerast,“ skrifar Íris Svava. Hún segir að líkaminn sé enn að jafna sig og safna styrk níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar. „En ég elska hann meira en nokkru sinni fyrr—fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Það er engin fyrri útgáfa af mér sem ég þarf að „komast aftur í.“ Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu og ég ætla að kynnast þessari útgáfu af sjálfri mér enn betur, sýna mér mildi og elska mig nákvæmlega eins og ég er. Fyrir mig. Fyrir dóttur mína.“ Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava) Hætti að fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins Í viðtali við Íris Svövu í Tískutali árið 2023 sagði hún frá því hvernig hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fela líkamann sinn með klæðaburði en með aldrinum varð hún óhræddari við fara eigin leiðir og klæðast því sem hún vildi. „Ég keypti föt sem áttu að minnka mig, þá mjög víðar og dökkar flíkur. Samfélagið er með óskrifaðar reglur um hvernig ákveðnar líkamsgerðir eigi að klæða sig og ég vil sýna fram á að það þarf alls ekki að fylgja þessum óskrifuðum reglum.“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil. Ég varð óhrædd við að sýna líkama minn og fór að klæðast uppháum buxum, magabolum, þröngum og litríkum fötum. Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera, ég fór að taka pláss í fyrsta skipti en ekki að fela mig á bak við fötin,“ sagði Íris. View this post on Instagram A post shared by Íris Svava (@irissvava)
Barnalán Tímamót Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira