Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Hákon: Þú vilt spila þessa leik

Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge Hareide glímir við sjúk­dóm

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiðin á HM: Sögu­legar sættir í Var­sjá

Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“

Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Tólfan boðar til partýs í Var­sjá

Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skraut­legur ferða­dagur

Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvernig umspil færi Ís­land í?

Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakkar á HM og Ís­landi dugar jafn­tefli

Frakkar voru í miklum erfiðleikum með að brjóta öflugt lið Úkraínu á bak aftur í kvöld, í riðli Íslands í undankeppni HM í fótbolta, en unnu á endanum 4-0 og hjálpuðu Íslendingum fyrir sunnudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörk ungu strákanna okkar

Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann Lúxemborg í annað sinn á mánuði, í undankeppni EM í dag. Mörkin úr leiknum, sem lauk með 3-1 sigri Íslands, má sjá á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er mjög steikt“

Hákon Arnar Haraldsson ber fyrirliðabandið er Ísland mætir Aserum ytra í undankeppni HM síðdegis. Hann er klár í slaginn eftir langt ferðalag.

Fótbolti