Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttamynd

Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum

Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum.

Erlent
Fréttamynd

„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“

Erlent
Fréttamynd

Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Sprengingar heyrast frá flugvellinum í Lviv

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína.

Erlent
Fréttamynd

„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.

Innlent
Fréttamynd

Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar?

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda

Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.

Innherji
Fréttamynd

Putin segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga

Rússlandsforseti segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga og muni sjá til þess að koma sannleikanum stöðugt á framfæri við umheiminn. Rússar séu nú ofsóttir í mörgum vestrænum ríkjum þar sem rússnesk menning sé bönnuð.

Erlent
Fréttamynd

Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum

Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum.

Erlent
Fréttamynd

Telur af­stöðu RÚV til mann­réttinda­brota tæki­færis­sinnaða

Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Innlent
Fréttamynd

„Stríð er það versta sem til er“

Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út.

Handbolti