Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:20 Hin 75 ára gamla Zinaida Pivtsova er ein tæplega þriggja milljóna manna, aðallega kvenna og barna, sem flúið hafa innrás Putins í Úkraínu. Hún var grátandi þar sem hún talaði í símann í móttöku fyrir flóttafólk í Póllandi í dag. AP/Petros Giannakouris Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. Nú þegar fjórða vika innrásar Rússa í Úkraínu er hafin er augljóst að henni hefur lítið miðað áfram síðustu vikuna. Fullyrt er að yfir sjö þúsund Rússar hafi fallið í innrásinni, að minnsta kosti annar eins fjöldi særst og Úkraínumenn hafi grandað töluverðum fjölda skriðdreka, flugvéla og annars búnaðar. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Andrei Kozyrev sem var utanríkisráðherra Rússlands í forsetatíð Borisar Yeltsin segir Úkraínumenn þegar komna í gagnsókn á sumum stöðum. „Það er ekki leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin til að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hve fljótlega kemur að því að Úkraínumenn nái yfirhöndinni," segir Kozyrev. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir og bæi í Úkraínu. Þeir vörpuðu sprengjum á viðhaldsskýli fyrir flugvélar skammt frá flugvellinum í borginni Lviv sjötíu kílómetrum frá pólsku landamærunum í morgun. Flóttmenn hafa lang flestir viðkomu í borginni á leið sinni vestur yfir landamærin. Að minnsta kosti einn lést þegar fjölbýlishús stórskemmdist í sprengjuárás í Kænugarði í morgun. Fjöldi fólks særðist og ástandið er enn ömurlegt í Mariupol. Talsamður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að hersveitum hins svo kallaða alþýðulýðveldis Luhansk hafi tekist með aðstoð rússneskra hermanna að þrengja umsátur sitt um borgina. Mikill meirihluti Rússa fær engar aðrar fréttir en þær sem sagðar eru af fjölmiðlum sem eru algerlega undir hælnum á Putin. Hann fagnaði því í dag að átta ár eru liðin frá innlimun Krímskaga í Rússland. Tugir þúsunda fögnuðu honum á íþróttaleikvangi sem sjónvarpað var beint þar sem hann sagði Rússneska hermenn vera að frelsa Rússa í Úkraínu undan þjóðarmorði Úkraínumanna.AP/forsetaembætti Rússlands Viðbrögð Putins að undanförnu benda til að hann sé farinn að örvænta. Í gær sagði hann Vesturlönd reyna að kljúfa rússnesku þjóðina með undirróðri, en undirróður var sérgrein hans sjálfs hjá KGB og hann hefur beitt þeim aðferðum lyga og hálfsannleiks blygðunarlaust í stjórnartíð sinni. Þeir sem taka undir með Vesturlöndum eiga hins vegar ekki von á góðu. „Allir og sérstaklega Rússar geta ætíð gert greinarmun á sönnum föðurlandsvinum og svikurum og hrakmennum og hrækja þeim út úr sér eins og flugu sem af slysni flaug upp í munninn. Ég er sannfærður um að að slík náttúruleg og nauðsynleg hreinsun á samfélaginu muni aðeins styrkja landið okkar," sagði Putin með tilþrifum. Andrei Kozyrev segir Vesturlönd ekki meiga hvika eða sýna veikleikamerki í stuðningi sínum við Úkraínumenn af ótta við að Putin beiti kjarnorkuvopnum. Þótt hann væri brjálaður muni hann ekki fórna sjálfum sér með því að hefja kjarnorkustríð. „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur," segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beita slíkum vopnum því þeir saka yfirleitt andstæðinga sína um að gera það sem þeir gera sjálfir.AP/Evgenia Novozhenina Úkraínuforseti og fleiri hafa sagt að best leiðin til að komast að áformum Rússa væri að hlusta á ásakanir þeirra gagnvart öðrum. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af öllu tali þeirra um efnavopn sem Úkraínumenn ættu ekki og myndu aldrei beita. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði einmitt í dag að Bandaríkjastjórn hefði komið fyrir rannsóknarstofum fyrir efnavopn á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins," sagði Lavrov. Rússar muni áskilja sér allan rétt til að gera út um farartæki sem grunur léki á að væru að flytja efnavopn. Andrei Kozyrev segir Lavrov eins og aðra embættismenn í Rússlandi algerlega valdalausan og hann ætti allt sitt undir Putin. Rússneskir embættismenn sem breiddu út lygar Putins væru sjálfum sér og rússnesku þjóðinni til skammar og væru að valda henni langvarandi tjóni. Þeir ættu allir með tölu að sýna sóma sinn í að segja af sér. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. 18. mars 2022 15:19 Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Nú þegar fjórða vika innrásar Rússa í Úkraínu er hafin er augljóst að henni hefur lítið miðað áfram síðustu vikuna. Fullyrt er að yfir sjö þúsund Rússar hafi fallið í innrásinni, að minnsta kosti annar eins fjöldi særst og Úkraínumenn hafi grandað töluverðum fjölda skriðdreka, flugvéla og annars búnaðar. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Andrei Kozyrev sem var utanríkisráðherra Rússlands í forsetatíð Borisar Yeltsin segir Úkraínumenn þegar komna í gagnsókn á sumum stöðum. „Það er ekki leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin til að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hve fljótlega kemur að því að Úkraínumenn nái yfirhöndinni," segir Kozyrev. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir og bæi í Úkraínu. Þeir vörpuðu sprengjum á viðhaldsskýli fyrir flugvélar skammt frá flugvellinum í borginni Lviv sjötíu kílómetrum frá pólsku landamærunum í morgun. Flóttmenn hafa lang flestir viðkomu í borginni á leið sinni vestur yfir landamærin. Að minnsta kosti einn lést þegar fjölbýlishús stórskemmdist í sprengjuárás í Kænugarði í morgun. Fjöldi fólks særðist og ástandið er enn ömurlegt í Mariupol. Talsamður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að hersveitum hins svo kallaða alþýðulýðveldis Luhansk hafi tekist með aðstoð rússneskra hermanna að þrengja umsátur sitt um borgina. Mikill meirihluti Rússa fær engar aðrar fréttir en þær sem sagðar eru af fjölmiðlum sem eru algerlega undir hælnum á Putin. Hann fagnaði því í dag að átta ár eru liðin frá innlimun Krímskaga í Rússland. Tugir þúsunda fögnuðu honum á íþróttaleikvangi sem sjónvarpað var beint þar sem hann sagði Rússneska hermenn vera að frelsa Rússa í Úkraínu undan þjóðarmorði Úkraínumanna.AP/forsetaembætti Rússlands Viðbrögð Putins að undanförnu benda til að hann sé farinn að örvænta. Í gær sagði hann Vesturlönd reyna að kljúfa rússnesku þjóðina með undirróðri, en undirróður var sérgrein hans sjálfs hjá KGB og hann hefur beitt þeim aðferðum lyga og hálfsannleiks blygðunarlaust í stjórnartíð sinni. Þeir sem taka undir með Vesturlöndum eiga hins vegar ekki von á góðu. „Allir og sérstaklega Rússar geta ætíð gert greinarmun á sönnum föðurlandsvinum og svikurum og hrakmennum og hrækja þeim út úr sér eins og flugu sem af slysni flaug upp í munninn. Ég er sannfærður um að að slík náttúruleg og nauðsynleg hreinsun á samfélaginu muni aðeins styrkja landið okkar," sagði Putin með tilþrifum. Andrei Kozyrev segir Vesturlönd ekki meiga hvika eða sýna veikleikamerki í stuðningi sínum við Úkraínumenn af ótta við að Putin beiti kjarnorkuvopnum. Þótt hann væri brjálaður muni hann ekki fórna sjálfum sér með því að hefja kjarnorkustríð. „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur," segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beita slíkum vopnum því þeir saka yfirleitt andstæðinga sína um að gera það sem þeir gera sjálfir.AP/Evgenia Novozhenina Úkraínuforseti og fleiri hafa sagt að best leiðin til að komast að áformum Rússa væri að hlusta á ásakanir þeirra gagnvart öðrum. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af öllu tali þeirra um efnavopn sem Úkraínumenn ættu ekki og myndu aldrei beita. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði einmitt í dag að Bandaríkjastjórn hefði komið fyrir rannsóknarstofum fyrir efnavopn á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins," sagði Lavrov. Rússar muni áskilja sér allan rétt til að gera út um farartæki sem grunur léki á að væru að flytja efnavopn. Andrei Kozyrev segir Lavrov eins og aðra embættismenn í Rússlandi algerlega valdalausan og hann ætti allt sitt undir Putin. Rússneskir embættismenn sem breiddu út lygar Putins væru sjálfum sér og rússnesku þjóðinni til skammar og væru að valda henni langvarandi tjóni. Þeir ættu allir með tölu að sýna sóma sinn í að segja af sér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. 18. mars 2022 15:19 Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. 18. mars 2022 15:19
Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41