Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2022 06:30 Innsetningin „Skák og mát gegn heiminum“ á Fallas-hátíðinni í Valencia á Spáni. epa/Juan Carlos Cardenas Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Biden er sagður munu ítreka það við kollega sinn sem bandarískir embættismenn hafa tjáð sig um við fjölmiðla á síðustu vikum; að Kínverjar muni gjalda fyrir það ef þeir aðstoða Rússa efnahags- og fjárhagslega og draga þannig úr áhrifum refsiaðgerða vesturveldanna. Stjórnvöld vestanhafs hafa jafnframt varað Kínverja við að koma Rússum til aðstoðar með hernaðargögnum en stjórnvöld í Kína hafa hingað til dansað á þeirri línu sem Moskva hefur dregið og neitað að kalla innrásina „innrás“ og kennt Atlantshafsbandalaginu um það hvernig er komið, með því að koma ekki til móts við öryggissjónarmið Rússa. Stjórnvöld í Pekíng hafa neitað því að Rússar hafi leitað til þeirra um aðstoð og sagt um áróður að ræða af hálfu Bandaríkjanna en Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden, sagði símtalið vera tækifæri fyrir forsetann að kanna og meta hvar Xi raunverulega stendur. Stóra spurningin Það er sú spurning sem flestir spyrja sig nú; hvað hyggjast Kínverjar gera? Xi hefur lagt mikið upp úr því að rækta góð samskipti við Rússland og gekk svo langt að lýsa yfir „takmarkalausri“ vináttu ríkjanna þegar hann fékk Vladimir Pútín Rússlandsforseta í heimsókn fyrir Ólympíuleikana í Pekíng. Kínverjar hafa löngum ítrekað mikilvægi þess að virða fullveldi annarra ríkja en hafa, líkt og fram hefur komið, einnig sagt mikilvægt að virða öryggissjónarmið. Ýmsir fulltrúar Kína hafa á síðustu vikum viðurkennt að Úkraína sé sannarlega fullvalda ríki og á sama tíma lagt áherslu á að Taívan sé það ekki; það sé óaðskiljanlegur hluti Kína. Margir sérfræðingar hafa sagt ólíklegt að Kínverjar muni grípa inn í átökin í Úkraínu með afgerandi hætti, til að mynda með því að sjá Rússum fyrir vopnum, enda sé ófriðurinn ekki þeim til hagsbóta. Kína hafi sýnt því áhuga að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, ólíkt Rússum, sem hafi einblínt meira á að setja hið vestræna kerfi í uppnám. Aðrir segja komið að ögurstundu fyrir Kína og að ákvarðanir þeirra og gjörðir næstu daga muni annað hvort styrkja stöðu þeirra sem ábyrgs ofurveldis eða skipa þeim í flokk með spilltum einræðisríkjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira