Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 13:41 Andrei Kozyrev þáverandi utanríkisráðherra Rússlands sést hér í föruneyti Borisar Yeltsin þáverandi forseta Rússlands. Getty/Jacques Langevin Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34