„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2022 07:07 Rússar hafa ekki útilokað fund milli Selenskís og Pútín. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“ Ummælin lét Selenskí falla í ávarpi til þjóðarinnar sem birtist snemma í morgun. Forsetinn sagði að hinn valkosturinn væri sá að Rússar yrðu fyrir svo miklum skaða að hann yrði ekki bættur á líftíma margra kynslóða. „Stríðið verður að enda. Tillögur Úkraínu liggja á borðinu.“ Misjöfnum sögum fer af því hvernig viðræður ganga en Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sakað Úkraínumenn um að tefja fyrir. Á sama tíma hafa aðrir fulltrúar Rússa haldið því fram að aðilar séu komnir hálfa leið. Ávarp Selenskís má sjá með enskum texta hér að neðan. Sjálfir báru Úkraínumenn þær fréttir til baka í gær og sögðu enn vanta mikið upp á. Ítrekuðu þeir kröfur sínar um varanlegt vopnahlé, sem gefur til kynna að ekki hafi samist um það ennþá. Þá hefur hvorugur aðili minnst á umræður um þær kröfur Rússa að Úkraínumenn sætti sig við innlimun Krímskaga og sjálfstæði Donbas-héraðanna. Selenskí sakaði rússneskar hersveitir um að hafa skapað neyðarástand í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns, matar og rafmagns í langan tíma. Úkraínumenn segjast hafa ítrekað freistað þess að flytja íbúa á brott en að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum á meðan. Forsetinn sagðist munu halda áfram að biðla til annarra þjóðarleiðtoga um að kalla eftir friði í Úkraínu. Hann mun í vikunni ávarpa þing Sviss, Ítalíu, Ísrael og Japan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Ummælin lét Selenskí falla í ávarpi til þjóðarinnar sem birtist snemma í morgun. Forsetinn sagði að hinn valkosturinn væri sá að Rússar yrðu fyrir svo miklum skaða að hann yrði ekki bættur á líftíma margra kynslóða. „Stríðið verður að enda. Tillögur Úkraínu liggja á borðinu.“ Misjöfnum sögum fer af því hvernig viðræður ganga en Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sakað Úkraínumenn um að tefja fyrir. Á sama tíma hafa aðrir fulltrúar Rússa haldið því fram að aðilar séu komnir hálfa leið. Ávarp Selenskís má sjá með enskum texta hér að neðan. Sjálfir báru Úkraínumenn þær fréttir til baka í gær og sögðu enn vanta mikið upp á. Ítrekuðu þeir kröfur sínar um varanlegt vopnahlé, sem gefur til kynna að ekki hafi samist um það ennþá. Þá hefur hvorugur aðili minnst á umræður um þær kröfur Rússa að Úkraínumenn sætti sig við innlimun Krímskaga og sjálfstæði Donbas-héraðanna. Selenskí sakaði rússneskar hersveitir um að hafa skapað neyðarástand í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns, matar og rafmagns í langan tíma. Úkraínumenn segjast hafa ítrekað freistað þess að flytja íbúa á brott en að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum á meðan. Forsetinn sagðist munu halda áfram að biðla til annarra þjóðarleiðtoga um að kalla eftir friði í Úkraínu. Hann mun í vikunni ávarpa þing Sviss, Ítalíu, Ísrael og Japan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira