Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2022 12:03 Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra. Vísir Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira