
Slysavarnir

Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla
Það er ótalmargt heillandi við níunda áratuginn og litagleðina sem honum fylgdi. Við sjáum enn áhrifin af tónlistinni og tískunni. Oft minnir hann okkur á tíma gleði og áhyggjuleysis. En þessum áratug fylgja líka staðreyndir sem okkur þykja jafnvel óhugsandi í dag.

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“
Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum.

Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu
Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..

Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“
Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni.

Bílarnir dregnir upp úr sjónum
Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið
Garpur Ingason Elísabetarson fór fyrir Ísland í dag og kannaði aðstæður í íshellunum í Breiðamerkurjökli, sem eru óumdeilanlega fallegir, en hvernig er öryggi ferðamanna tryggt á jöklunum eftir atburði síðasta sumars þegar ísbrú hrundi yfir ferðamenn á jöklinum?

Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur
Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun.

Aukin framrúðutjón á vegum landsins
Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum.

„Búumst við hinu versta en vonum það besta“
Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi.

Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu
Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni.

Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin
Þungar snjóhengjur og grýlukerti sem hanga víða fram af húsþökum geta valdið miklu tjóni, lendi þær á fólki eða bílum. Sérfræðingur í forvörnum segir slík slys verða á hverju ári. Veðurspáin næstu daga lofar ekki góðu.

Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna
Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum.

Tuttugu manns í rútuslysi
Hópslysaáætlun Almannavarana hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Hellisheiði. Rútan valt á hliðina rétt fyrir tíu í morgun.

Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“
Alexandra Johansen ítrekar fyrir fólki að skilja ekki eftir ósprungnar flugelda og flugeldarusl á víðavangi. Sonur Alexöndru fann ósprungna tertu á fimmtudaginn í síðustu viku sem sprakk beint framan í hann. Hann er mikið slasaður í andlitinu en hefur einnig upplifað mikla andlega vanlíðan og áfall.

Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi
Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni
Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni.

Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar
Jólaljósin og matseldin eru ómissandi partur af jólahaldinu og skammdeginu. Það er mikið um að vera í desembermánuði, margt að hugsa um en um leið ný handtök og oft mikið um að vera á skömmum tíma. Þá er líka mikilvægt að huga að örygginu svo jólahaldið fari ekki úr skorðum.

Höldum eldsvoðalaus jól
Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum.

Bílastæði eru hættulegri en þú heldur
Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar.

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti tvo sem slösuðust í bílveltu í Fagurhólsmýri rétt fyrir hádegi á Reykjavíkurflugvöll og voru þeir fluttir þaðan á Landspítalann.

Bíp Bíp Bíp
„Reykskynjari kom í veg fyrir mikinn eldsvoða í fimm hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirðinum í nótt. Í ljós kom að kviknað hafði í borði út frá kertaskreytingu og þegar reykskynjari vakti íbúa íbúðarinnar blasti við þeim varðeldur í miðri stofunni. Íbúarnir sprautuðu úr slökkvitæki á eldinn en það dugði ekki til og var kominn mikill reykur í stofuna þannig að þeir gerðu það rétta forðuðu sér út”

„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“
Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni.

Skínandi skær í skammdeginu
Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína.

Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur
Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent.

Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu
Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn.

Búið að byrgja brunninn
Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár.

Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna
Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag.

Holan alls ekki eina slysagildran
Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys.

„Hann hverfur ofan í jörðina“
Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum.