Snjóhengjur geti skapað hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2025 13:12 Töluverður þungi getur verið í snjóhengjum þegar þær falla til jarðar. Vísir/Anton Brink Enn er viðvörun um aukna snjóflóðahættu í gildi á Suðvesturlandi. Gefin var út slík viðvörun í gær vegna mikillar snjókomu. Þá var hættan metin töluverð en er nú búin að lækka hana í nokkra hættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðvörunin í gildi þar til klukkan 19 í kvöld. Viðvörunin gildir bæði um snjóhengjur á húsum og öðrum byggingum og um snjóflóðahættu í fjallshlíðum í fjöllum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í Úlfarsfelli eða Helgafelli. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að fólk ætti sérstaklega að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Gott er fyrir fólk, ef það getur, að reyna að fjarlægja slíkar snjóhengjur. Vísir/Anton Brink „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ sagði hún í gær og ítrekaði að fjöllin þyrftu ekki að vera há. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir gott fyrir fólk, ef það getur, að fjarlægja stórar snjóhengjur. Þær geti skapað hættu þegar þær falla niður, sérstaklega ef gangstéttir eru beint fyrir neðan. Snjóflóðahætta víðar Á vef Veðurstofunnar má sjá að einnig er nokkur hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga, innanverðum Eyjafirði, norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum. Í spá ofanflóðavaktarinnar í gær kom fram að talsvert hefði snjóað og því töluverð snjóflóðahætta á suðvesturhorninu. Hún gæti aukist með meiri snjókomu og auknum vindi. „Þá gæti skafið í fleka, sérstaklega í SV-vísandi hlíðum. Nýlegur snjór er á Austur- og Norðurlandi frá því í síðustu viku og hafa vindflekar myndast þar,“ sagði að lokum. Veður Snjóflóð á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Viðvörunin gildir bæði um snjóhengjur á húsum og öðrum byggingum og um snjóflóðahættu í fjallshlíðum í fjöllum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í Úlfarsfelli eða Helgafelli. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að fólk ætti sérstaklega að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Gott er fyrir fólk, ef það getur, að reyna að fjarlægja slíkar snjóhengjur. Vísir/Anton Brink „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ sagði hún í gær og ítrekaði að fjöllin þyrftu ekki að vera há. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir gott fyrir fólk, ef það getur, að fjarlægja stórar snjóhengjur. Þær geti skapað hættu þegar þær falla niður, sérstaklega ef gangstéttir eru beint fyrir neðan. Snjóflóðahætta víðar Á vef Veðurstofunnar má sjá að einnig er nokkur hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga, innanverðum Eyjafirði, norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum. Í spá ofanflóðavaktarinnar í gær kom fram að talsvert hefði snjóað og því töluverð snjóflóðahætta á suðvesturhorninu. Hún gæti aukist með meiri snjókomu og auknum vindi. „Þá gæti skafið í fleka, sérstaklega í SV-vísandi hlíðum. Nýlegur snjór er á Austur- og Norðurlandi frá því í síðustu viku og hafa vindflekar myndast þar,“ sagði að lokum.
Veður Snjóflóð á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira