Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir og Ágúst Mogensen skrifa 31. desember 2025 09:30 Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum. Flugeldar eru kraftmiklir og geta valdið alvarlegum slysum ef ekki er farið varlega. Með góðri leiðsögn, samveru og einföldum öryggisráðstöfunum getum við tryggt að áramótin verði fyrst og fremst gleðileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Á hverju ári slasast fjöldi fólks vegna flugelda og lang flestir slasast í hamaganginum strax eftir miðnætti. Í grein í Læknablaðinu (Björn Vilhelm Ólafsson og Hjalti Már Björnsson) um flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2010 – 2022 kemur fram að 248 einstaklingar komu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa á tímabilinu og þar af gerðust 59 atvik á fyrsta klukkutíma nýs árs. Um helmingur allra þeirra sem slösuðust voru börn. Algengustu áverkarnir voru brunasár, skurðir og sjónskerðing en í alvarlegustu tilfellunum urðu aflimanir og blinda. Áhættuhópar í skotlínu Ungir karlmenn eru í mestri áhættu, og rannsóknin sýnir að 73% slasaðra voru karlar. Meðalaldur var 26 ár, en miðgildi 19 ár, sem bendir til þess að unglingar og ungt fólk sé í sérstökum áhættuhóp að slasast. Börn eru einnig stór hluti hópsins, tæpur helmingur slasaðra á tímabilinu sem rannsakað var, þar af tólf á leikskólaaldri. Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Svipaðar niðurstöður má lesa í þýskri rannsókn (Wegmann og félagar, 2025) en þar er einnig bent á að ekki allir þeir sem slasast eru að kveikja sjálfir í flugeldunum, sumir eru áhorfendur í skotlínu. Aðstæður og orsakir Helstu orsök slysa má rekja til þess að fólk er að fikta við að taka flugeldana í sundur, það er verið að kveikja á þeim með öðrum hætti en leiðbeiningar segja til um. Þá er áfengisneysla oft þáttur sem eykur hættu á að fólk geri mistök við meðhöndlun á flugeldum sem getur leitt til alvarlegra slysa. Þegar um börn er um að ræða þá er algengt að þau séu að meðhöndla flugelda án eftirlits fullorðinna og slasast jafnvel haldandi á litlum stjörnuljósum eða blysum, sem fólk telur meinlaus, en geta valdið miklum skaða. Í sumum tilfellum voru flugeldar heimagerðir, sem jók áhættuna enn frekar. Áverkar á augu eru sérstaklega alvarlegir og geta valdið varanlegri sjónskerðingu. Þrátt fyrir að engin dauðsföll hafi orðið á tímabilinu, er ljóst að afleiðingar flugeldaslysa geta verið alvarlegar og haft veruleg áhrif á lífsgæði. Tékklisti fyrir örugg áramót Notið öryggisgleraugu – áverkar á augu eru algengir og geta haft varanlegar afleiðingar. Meðhöndlið aldrei flugelda berhent – notið alltaf skinn- eða ullarhanska. Fylgið leiðbeiningum á umbúðum – Aldrei beygja sig yfir flugeld, ekki halda á honum í hendi (nema stjörnuljós og handblys) og tryggið að hann standi stöðugur áður en kveikt er. Fræðsla fyrir börn og unglinga – Sérstaklega um hættur stjörnuljósa og blysa. Aldurstakmarkanir og eftirlit – Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Gætið að gæðum flugelda – Kaupið aðeins frá viðurkenndum söluaðilum. Það getur verið glóð í flugeld sem búið er að sprengja hann. Ekki henda þeim strax í tunnuna. Áfengi og flugeldar eru ekki góð blanda og enginn ætti að meðhöndla flugelda ölvaður. Gætið að því að engin standi í skotlínu flugeldsins. Áramótin eiga að vera gleðileg og örugg. Með einföldum forvörnum – öryggisgleraugum, fræðslu og ábyrgri notkun – getum við komið í veg fyrir alvarleg slys og tryggt að nýja árið hefjist slysalaust. Höfundar starfa hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Tryggingar Flugeldar Slysavarnir Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum. Flugeldar eru kraftmiklir og geta valdið alvarlegum slysum ef ekki er farið varlega. Með góðri leiðsögn, samveru og einföldum öryggisráðstöfunum getum við tryggt að áramótin verði fyrst og fremst gleðileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Á hverju ári slasast fjöldi fólks vegna flugelda og lang flestir slasast í hamaganginum strax eftir miðnætti. Í grein í Læknablaðinu (Björn Vilhelm Ólafsson og Hjalti Már Björnsson) um flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2010 – 2022 kemur fram að 248 einstaklingar komu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa á tímabilinu og þar af gerðust 59 atvik á fyrsta klukkutíma nýs árs. Um helmingur allra þeirra sem slösuðust voru börn. Algengustu áverkarnir voru brunasár, skurðir og sjónskerðing en í alvarlegustu tilfellunum urðu aflimanir og blinda. Áhættuhópar í skotlínu Ungir karlmenn eru í mestri áhættu, og rannsóknin sýnir að 73% slasaðra voru karlar. Meðalaldur var 26 ár, en miðgildi 19 ár, sem bendir til þess að unglingar og ungt fólk sé í sérstökum áhættuhóp að slasast. Börn eru einnig stór hluti hópsins, tæpur helmingur slasaðra á tímabilinu sem rannsakað var, þar af tólf á leikskólaaldri. Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Svipaðar niðurstöður má lesa í þýskri rannsókn (Wegmann og félagar, 2025) en þar er einnig bent á að ekki allir þeir sem slasast eru að kveikja sjálfir í flugeldunum, sumir eru áhorfendur í skotlínu. Aðstæður og orsakir Helstu orsök slysa má rekja til þess að fólk er að fikta við að taka flugeldana í sundur, það er verið að kveikja á þeim með öðrum hætti en leiðbeiningar segja til um. Þá er áfengisneysla oft þáttur sem eykur hættu á að fólk geri mistök við meðhöndlun á flugeldum sem getur leitt til alvarlegra slysa. Þegar um börn er um að ræða þá er algengt að þau séu að meðhöndla flugelda án eftirlits fullorðinna og slasast jafnvel haldandi á litlum stjörnuljósum eða blysum, sem fólk telur meinlaus, en geta valdið miklum skaða. Í sumum tilfellum voru flugeldar heimagerðir, sem jók áhættuna enn frekar. Áverkar á augu eru sérstaklega alvarlegir og geta valdið varanlegri sjónskerðingu. Þrátt fyrir að engin dauðsföll hafi orðið á tímabilinu, er ljóst að afleiðingar flugeldaslysa geta verið alvarlegar og haft veruleg áhrif á lífsgæði. Tékklisti fyrir örugg áramót Notið öryggisgleraugu – áverkar á augu eru algengir og geta haft varanlegar afleiðingar. Meðhöndlið aldrei flugelda berhent – notið alltaf skinn- eða ullarhanska. Fylgið leiðbeiningum á umbúðum – Aldrei beygja sig yfir flugeld, ekki halda á honum í hendi (nema stjörnuljós og handblys) og tryggið að hann standi stöðugur áður en kveikt er. Fræðsla fyrir börn og unglinga – Sérstaklega um hættur stjörnuljósa og blysa. Aldurstakmarkanir og eftirlit – Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Gætið að gæðum flugelda – Kaupið aðeins frá viðurkenndum söluaðilum. Það getur verið glóð í flugeld sem búið er að sprengja hann. Ekki henda þeim strax í tunnuna. Áfengi og flugeldar eru ekki góð blanda og enginn ætti að meðhöndla flugelda ölvaður. Gætið að því að engin standi í skotlínu flugeldsins. Áramótin eiga að vera gleðileg og örugg. Með einföldum forvörnum – öryggisgleraugum, fræðslu og ábyrgri notkun – getum við komið í veg fyrir alvarleg slys og tryggt að nýja árið hefjist slysalaust. Höfundar starfa hjá Verði tryggingum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun