„Það fer enginn lífvörður út í“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 21:08 Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sýn/Sigurjón Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur. Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur.
Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira