Byggingariðnaður

Fréttamynd

Varar við þenslu á bygginga­markaði

Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svip­uð um­svif hjá verk­tök­um og í fyrr­a en und­ir­bú­a sig und­ir slak­a

Það er svipað að gera í ár og í fyrra en við erum að undirbúa okkur að það komi einhver slaki í vetur, segir framkvæmdastjóri Arma, stærsta leigufyrirtæki landsins í byggingariðnaði. Hann segir að hátt vaxtastig og lóðaskortur reyni verulega á rekstur verktaka. Aftur á móti standi verktakar traustari fótum en oft áður hvað varði eigið fé eftir góð ár í rekstri.

Innherji
Fréttamynd

Merkum á­fanga fagnað í verslun BYKO á Sel­fossi

BYKO fagnaði nýverið þeim áfanga að framkvæmdum lauk vegna breytinga á uppsetningu verslunar fyrirtækisins á Selfossi. Við þetta tækifæri ávarpaði Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO gesti og fór yfir tilganginn með þessum breytingum.

Samstarf
Fréttamynd

Fram­­kvæmdir muni ekki hafa mark­tæk á­hrif á dag­­lega starf­­semi

Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns.

Innlent
Fréttamynd

Glóru­lausar fram­kvæmdir raski vel­ferð í­búa hjúkrunar­heimilis

Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­markaðurinn hitnar en fram­kvæmdum fækkar

Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bruna­varnir á byggingar­svæðum

Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París.

Skoðun
Fréttamynd

Ný og glæsi­leg skólaþyrping byggð á Hellu

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Byggt og byggt á Akra­nesi

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil uppbygging á Akranesi eins og nú en þar er verið að byggja og framkvæma fyrir fleiri, fleiri milljarða á árinu. Þá fjölgar íbúum stöðugt á staðnum og eru í dag orðnir átta þúsund og þrjú hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Inn­lit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið

Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var.

Innlent
Fréttamynd

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eru húsin okkar vist­væn og heil­næm?

Öll gerum við þá kröfu að húsnæði sem við dveljumst í valdi okkur ekki heilsutjóni. Þetta hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að margir glíma við heilsufarsvandamál sem tengjast húsnæðinu sem þeir búa í eða þurfa að dvelja í vegna náms eða starfs.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil upp­bygging fram­undan í Fjarðabyggð

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú.

Lífið
Fréttamynd

Nýr Landspítali tekur á sig mynd

Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­skil­yrði versna og skýr merki um sam­drátt

Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu.

Viðskipti innlent