Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2025 11:27 Svona mun reiturinn líta út þegar hann verður tilbúinn. Nordic Office of Architecture Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017. „Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira