Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Tengsl við Afríku og tvær rót­grónar fangelsis­klíkur

Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að úti­loka að fleiri Ís­lendingar verði hand­teknir

Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar

Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 

Innlent
Fréttamynd

Endar aldrei vel þegar fólk notar vímu­efni undir stýri

Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu

Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­manna­­fé­lagið á­minnir lög­mann vegna meintra lyga laga­­nema

Lögmannafélag Íslands hefur áminnt lögmann vegna starfsmanns lögmannsins, sem var laganemi, og talinn var hafa siglt undir fölsku flaggi. Laganeminn kvaðst vera að vinna að verkefni í refsirétti og bað rannsóknarstofu Háskóla Íslands, í lyfja- og eiturefnafræði, um aðstoð í tengslum við verkefnið. Svar rannsóknarstofunnar var lagt fram sem sönnunargagn í sakamáli lögmannsins degi síðar.

Innlent
Fréttamynd

Tekin með kókaín­pakkningar límdar við lærið

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum

Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“

Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. 

Innlent
Fréttamynd

Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi

Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega?

Innlent
Fréttamynd

Segir Daða hafa verið „vilja­laust verk­færi“ í höndum Nonna

Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Skýr á­setningur og krefst há­marks­refsingar

Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­býlis­hús, rán­dýr bíll og lúxus­líf­stíll en haldið uppi af pabba

Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 

Innlent
Fréttamynd

Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni

Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“?

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Gott­skálks­son dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkams­á­rás

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins.

Innlent