Dæmi um burðardýr með tvö hundruð pakkningar innvortis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2024 20:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur lagt magn á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, samanborið við árið 2023. Dæmi er um að burðardýr hafi haft yfir tvö hundruð pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. Samkvæmt tölum frá greiningardeild ríkislögreglustjóra var á fyrstu þremur mánuðum ársins lagt hald á tvöfalt meira magn kókaíns en á sama tíma og í fyrra. Árið 2023 var metár í haldlagningu maríhúana og kókaíns. Efnin eru að mestu leyti innflutt. „Hér koma gámar inn á hverjum einasta degi, það er verið að flytja inn með skipum. Svo er líka verið að flytja inn flugleiðis með innvortisaðferðum. Með tilheyrandi hættu fyrir þá sem taka þátt í því. Það eru kannski aðal aðferðirnar og svo auðvitað þessi framleiðsla hérna heima,“ segir Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar efnin hafa verið handlögð er umsvifalaust farið með þau í rannsókn en þau eru svo geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þeim er eytt. Þegar fíkniefni eru haldlögð eru farið með þau í rannsókn eins fljótt og auðið er. Þar eru þau vigtuð, styrkleiki rannsakaður og efnin ljósmynduð ef við á. Svo er þeim pakkað þannig hægt sé að varsla þau með öruggum hætti en þau eru geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þau eru að lokum brennd. Vísir/Vilhelm „Það eru allskonar áhættur fólgnar í þessu. Þetta eru ekki efni sem eru framleidd á viðurkenndum tilraunastofum, þau eru margvísleg, sum eru hreint og beint hættuleg. Þau geta verið rofgjörn, þannig við reynum að eyða þeim eins fljótt og auðið er.“ Stórhættulegur bransi Þórir segir ótrúlegt hvað fólk sé tilbúið að leggja sig í mikla hættu við innflutning. Mesta magn efna sem hafa fundist innvortis í burðardýrum er yfir tvö hundruð pakkningar, um tvö og hálft kíló. Gríðarleg áhætta sé fólgin í slíkum innflutningi. „Hver og ein pakkning getur rofnað og þá er viðkomandi náttúrulega í bráðri lífshættu. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál og stórhættulegur bransi.“ Öll þessi fíkniefni og lyf sem fólk er almennt að nota. Helstu fíkniefnin í umferð hér á landi eru fyrst og fremst kannabisefni og harðari fíkniefni eins og amfetamín, kókaín og MDMA pillur.Vísir/Vilhelm Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. „Það getur líka gerst að meltingarkerfin ráði ekki við þetta og fólk stíflast og allskonar. Þá náttúrulega hefur líkaminn lengri tíma til að vinna á pakkningunum og það eykur líkurnar á að þær leki. Þannig þetta getur verið mjög, mjög hættulegt fyrir þann sem tekur þátt í þessu.“ Mesta magn kókains sem hefur fundist innvortis í burðardýri telur yfir tvö hundruð pakkningar líkt og þær sem sjást hér á myndinni. Það eru um tvö og hálft kíló. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53 Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Samkvæmt tölum frá greiningardeild ríkislögreglustjóra var á fyrstu þremur mánuðum ársins lagt hald á tvöfalt meira magn kókaíns en á sama tíma og í fyrra. Árið 2023 var metár í haldlagningu maríhúana og kókaíns. Efnin eru að mestu leyti innflutt. „Hér koma gámar inn á hverjum einasta degi, það er verið að flytja inn með skipum. Svo er líka verið að flytja inn flugleiðis með innvortisaðferðum. Með tilheyrandi hættu fyrir þá sem taka þátt í því. Það eru kannski aðal aðferðirnar og svo auðvitað þessi framleiðsla hérna heima,“ segir Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar efnin hafa verið handlögð er umsvifalaust farið með þau í rannsókn en þau eru svo geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þeim er eytt. Þegar fíkniefni eru haldlögð eru farið með þau í rannsókn eins fljótt og auðið er. Þar eru þau vigtuð, styrkleiki rannsakaður og efnin ljósmynduð ef við á. Svo er þeim pakkað þannig hægt sé að varsla þau með öruggum hætti en þau eru geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þau eru að lokum brennd. Vísir/Vilhelm „Það eru allskonar áhættur fólgnar í þessu. Þetta eru ekki efni sem eru framleidd á viðurkenndum tilraunastofum, þau eru margvísleg, sum eru hreint og beint hættuleg. Þau geta verið rofgjörn, þannig við reynum að eyða þeim eins fljótt og auðið er.“ Stórhættulegur bransi Þórir segir ótrúlegt hvað fólk sé tilbúið að leggja sig í mikla hættu við innflutning. Mesta magn efna sem hafa fundist innvortis í burðardýrum er yfir tvö hundruð pakkningar, um tvö og hálft kíló. Gríðarleg áhætta sé fólgin í slíkum innflutningi. „Hver og ein pakkning getur rofnað og þá er viðkomandi náttúrulega í bráðri lífshættu. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál og stórhættulegur bransi.“ Öll þessi fíkniefni og lyf sem fólk er almennt að nota. Helstu fíkniefnin í umferð hér á landi eru fyrst og fremst kannabisefni og harðari fíkniefni eins og amfetamín, kókaín og MDMA pillur.Vísir/Vilhelm Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. „Það getur líka gerst að meltingarkerfin ráði ekki við þetta og fólk stíflast og allskonar. Þá náttúrulega hefur líkaminn lengri tíma til að vinna á pakkningunum og það eykur líkurnar á að þær leki. Þannig þetta getur verið mjög, mjög hættulegt fyrir þann sem tekur þátt í þessu.“ Mesta magn kókains sem hefur fundist innvortis í burðardýri telur yfir tvö hundruð pakkningar líkt og þær sem sjást hér á myndinni. Það eru um tvö og hálft kíló. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53 Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53
Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00