Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 11:27 Svala og Halldóra. Þær segja að viðhorfin hafi breyst en enn sé löggjafinn tregur í taumi í að breyta um stefnu í vímuefnamálum. vísir/Jóhann/Einar Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið. Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið.
Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent