Vistheimili

Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum
Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið.

Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri.

Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi.

Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu.

Forsætis- og dómsmálaráðuneyti vinna greinargerð um Hjalteyrarmálið
Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun um að greinargerð verði unnin um það hvort og þá hvernig hægt verði að rannsaka mál þeirra barna sem vistuð voru á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar.

Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum.

„Þetta var hreinasta helvíti“
Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin.

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri
Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Einhugur um rannsókn á vistheimilum og kallað eftir gögnum
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að nauðsynlegt sé að rannsaka aðbúnað, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem dvalið hefur á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi.

„Ekki að leita að sökudólgum“
Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið.

Til skoðunar að stofna rannsóknarnefnd um vistheimili síðustu áttatíu ára
Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál.

Óli Maggadon bjó í 20 ár á Arnarholti og fór á tónleika með Kjarval
Þrír læknar sem sögðu engra aðgerða þörf á Arnarholti töldu einangrunarvist í svokallaðri sellu eðlilega eftir yfirheyrslur á starfsfólki. Ólafur Magnússon, sem var þekktur í borgarlífinu sem Óli Maggadon, var meðal vistamanna á Arnarholti en þar bjó hann í 20 ár.

Óþreyjufullur eftir framþróun í geðheilbrigðismálum eftir þrotlausa vinnu frá átján ára aldri
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til fjölda ára er orðinn óþreyjufullur eftir áratugastörf í þágu geðheilbrigðismála. Hann vill sjá nýja nálgun í málaflokknum og að honum sé forgangsraðað, helst ekki seinna en strax.

„Það sér á að í Arnarholti eru olnbogabörnin“
Borgarstjóri ætlar að láta rannsaka starfsemi Arnarholts og jafnvel fleiri vistheimili sem borgin rak vegna upplýsinga um illa meðferð á vistmönnum. Forsætisráðherra fagnar rannsókn og býður fram aðstoð.

„Hún er upphafið og hún er endirinn“
Dóttir Steinunnar Finnbogadóttur, ljósmóður og borgarfulltrúa Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, lýsir því að móðir hennar hafi verið úthrópuð í samfélaginu fyrir að beita sér fyrir rannsókn á starfsemi Arnarholts á Kjalarnesi.

„Hræðilegt að heyra af þessu“
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Hræðilegar lýsingar á því sem fram fór á vistheimilinu Arnarholti
Fárveikt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi til ársins 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa í refsingarskyni.

Fatlaðir fá sanngirnisbætur verði frumvarp að lögum
Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum.