Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2022 07:01 Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007-2013. Hún segist hafa heyrt skelfilegar frásagnir af illri meðferð barna á einkaheimilum á þeim tíma. Það þurfi að rannsaka. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum. Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum.
Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is.
Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02