Fuglar

Fréttamynd

Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes

Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur.

Innlent
Fréttamynd

Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu

Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 

Erlent
Fréttamynd

Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af

„Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum.

Lífið
Fréttamynd

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Lífið
Fréttamynd

Önd stal senunni á Kópavogsvelli

Undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær setti óvæntur gestur skemmtilegan svip á viðureignina.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjaldgæfur gestur í Vatnsmýrinni

Bognefur sást í Vatnsmýrinni í gær en sá fugl er mjög sjaldgæfur gestur hér á landi. Fuglinn er af storkættum og er skreyttur litríkum fjöðrum.

Innlent
Fréttamynd

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Innlent
Fréttamynd

Fékk hænur fyrir að láta gelda sig

Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum.

Innlent
Fréttamynd

Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð

Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi.

Innlent
Fréttamynd

Virti tilmæli lögreglu að vettugi

Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku.

Lífið
Fréttamynd

Ís­björninn sem reyndist lík­lega álft

Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Katrín létt með lunda í Eyjum

Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar.

Lífið
Fréttamynd

Maður greinist með sjaldgæft afbrigði fuglaflensu

Fertugur kínverskur karlmaður hefur greinst með sjaldgæft afbrigði fuglaflensunnar svokölluðu, fyrstur manna. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig maðurinn smitaðist en afbrigðið, H10N3, er ekki talið smitast auðveldlega milli manna.

Erlent