„Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 09:00 Íbúar límdu þessa önd á fótboltavöllinn. Á myndinni má sjá töluna 208 en það er fjöldi fugla sem þurfti að aflífa ásamt þeim fjölda fugla sem drapst í olíulekanum. vísir Súgfirðingar gengu í gær til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys í þorpinu fyrr á árinu. Skipuleggjandi segir mikilvægt að atvikið gleymist ekki og að lærdómur verði dreginn af því. Í mars síðastliðnum fór mikill fjöldi friðaðra æðarfugla illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar af olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Aflífa þurfti fuglana þrátt fyrir hetjulegar björgunaraðgerðir Súgfirðinga þar sem reynt var að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra. Um fjörutíu Súgfirðingar gengu í gær til minningar æðarfuglanna. Íbúar gengu með krossa um háls og sungu andarbæjarlagið. „Þetta var mjög skemmtilegt. Við fórum frá félagsheimilinu og enduðum hjá fótboltavellinum og mynduðum hring í æðaröndinni sem við vorum búin að búa til. Þetta var mjög fallegt augnablik þar sem við heiðruðum minningu andanna og þetta var mjög gaman. Vorum með tónlist undir og þetta var alveg ógleymanlegt fyrir okkur öll sem vorum á svæðinu,“ sagði Einar Mikael Sverrisson, skipuleggjandi göngunnar. Auk þess að heiðra minningu andanna var tilgangur minningargöngunnar að passa að svona gerist ekki aftur. „Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast og það sem var ekki til staðar á sínum tíma var að það voru engir verkferlar hjá tilteknum stofnunum eða ábyrgðaraðilum og þeir voru búnir að lofa því að þessu yrði kippt í liðinn hið snarasta. Þannig að við vonumst til þess að þeir ætli að standa við það því þetta er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við missum ekki þetta traust út á við út af ferðaþjónustunni að við séum að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Fuglar Tengdar fréttir Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í mars síðastliðnum fór mikill fjöldi friðaðra æðarfugla illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar af olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Aflífa þurfti fuglana þrátt fyrir hetjulegar björgunaraðgerðir Súgfirðinga þar sem reynt var að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra. Um fjörutíu Súgfirðingar gengu í gær til minningar æðarfuglanna. Íbúar gengu með krossa um háls og sungu andarbæjarlagið. „Þetta var mjög skemmtilegt. Við fórum frá félagsheimilinu og enduðum hjá fótboltavellinum og mynduðum hring í æðaröndinni sem við vorum búin að búa til. Þetta var mjög fallegt augnablik þar sem við heiðruðum minningu andanna og þetta var mjög gaman. Vorum með tónlist undir og þetta var alveg ógleymanlegt fyrir okkur öll sem vorum á svæðinu,“ sagði Einar Mikael Sverrisson, skipuleggjandi göngunnar. Auk þess að heiðra minningu andanna var tilgangur minningargöngunnar að passa að svona gerist ekki aftur. „Það sem er mikilvægt er að þetta má ekki gleymast og það sem var ekki til staðar á sínum tíma var að það voru engir verkferlar hjá tilteknum stofnunum eða ábyrgðaraðilum og þeir voru búnir að lofa því að þessu yrði kippt í liðinn hið snarasta. Þannig að við vonumst til þess að þeir ætli að standa við það því þetta er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við missum ekki þetta traust út á við út af ferðaþjónustunni að við séum að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Fuglar Tengdar fréttir Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. 4. ágúst 2022 08:24
Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6. mars 2022 20:18
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05