Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 20:01 Dagur man vel eftir sömu umræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úrræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur. vísir/einar Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur. Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur.
Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30