Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2022 07:29 Blikinn sperrir sig montinn á meðan æðakollan situr spök inni í burstabæ við Sævarenda. Vísir/RAX Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess. Sumarseta æðarkollunnar við Sævarenda hófst árið 1951 í umsjá Kristins Halldórssonar en þá voru aðeins 176 hreiður í þorpinu. Nú eru hreiðrin orðin um sexþúsund og æðarfuglarnir um tólfþúsund. Árlega skilar æðarvarpið um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur framleiddar á Borgarfirði eystri. Ragna Valdimarsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Albert haukur Gunnarsson og Jóhanna Óladóttir í æðarvarpinu í Loðmundarfirði.Vísir/Rax Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir hafa séð um æðarkolluþorpið við Sævarenda frá áramótum, í heil 22 ár. Þau dvelja þar á hverju sumri frá byrjun maí fram í júlí. Af því það er ófært landleiðina í Loðmundarfjörð fram að miðjum júní þurfa hjónin að bera allar vistir í átt að afskekktu húsinu sjálf. Á vorin þurfa þau svo að taka rösklega til hendinni því það þarf að laga girðingar eftir snjóþungan veturinn, koma hita á húsið og laga til í æðarkolluþorpinu. En þau eru heppin að hafa hjónin Albert Hauk Gunnarsson og Rögnu Valdimarsdóttur sér til aðstoðar á vorin. Fegurð fjarðarins er óumdeilanleg og skiljanlegt afhverju Bernd Koberling, einn helsti núlifandi málari þjóðverja, hefur haft sumarsetu þar og fengið innblástur fyrir vatnslitamyndir sínar síðan árið 1977.Vísir/Rax Fjölbreyttur húsakostur í þorpinu Þorpið hefur sín sérkenni og er húsakostur fuglanna býsna fjölbreyttur. Sumir fuglanna búa í einbýlishúsum, aðrir í netakúlum á meðan enn aðrir búa í hverfum sem minna á víkingahvefi frá fyrri öldum, búin til úr rekavið. Þá búa sumar kollurnar í blokkum með yfirsýn yfir hverfið, ein þeirra er pósthús á staðnum úr rauðri tunnu. Sumir æðarfuglanna búa í flottari og rúmgóðari húsum en aðrir, ekki ósvipað okkur mönnunum.Vísir/RAX Öll þessi hverfi hafa nöfn en þar á meðal má nefna Saurbær, þar sem allar kollurnar drita í einu komi einhver truflun að íbúunum. Þar að auki má finna hverfin Kassahæð, Mosfell, Skorukinn, Flóðodda, Heimahæð, Hólma og Stöng. Stærsta æðavarp á Íslandi.Vísir/RAX Ríkasta hverfið er í kringum Saurbæ en fátækari hverfin eru ofar í þorpinu, nær fjöllunum, í bláum plasttunnum. Fuglarnir eru misjafnir, rétt eins og hverfin, sumir eru rólegir á meðan aðrir eru villingar og frekjudollur. Karakter fuglanna sést hvað best þegar dúnninn er tekinn. Æðarkollan situr spök en í bakgrunni má sjá eina af blokkum þorpsins, rauða pósthúsið. Enn fjær má sjá fuglahræðuna sem stendur vaktina.Vísir/Rax Hætturnar leynast víða fyrir ungana litlu Æðarvarpið er girt af til að verjast tófunni og öðrum rándýrum sem viljast ráðast á varpið. Meðal þeirra varga sem herja á æðarvarpið eru tófa, svartbakur, hrafn og skúmur. Þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum er synt af stað á öðrum degi yfir í Seyðisfjörð, þar sem þeir fara í Skálanesbót og Skálanes. Sumir unganna þurfa meiri hjálp en aðrir frá mæðrum sínum.Vísir/RAX Komist þeir lengra inn fjörðinn að Bæ í Seyðisfirði drepast flestir ungarnir vegna olíunnar úr El Grillo. Það þarf mjög litla olíu á dún ungana til að þeir sökkvi um leið en þá er veisla hjá veiðibjöllunni. Einn lítill nýfæddur æðarungi að berjast fyrir lífi sínu í kuldanum.Vísir/Rax Ólafur Aðalsteinsson segir að á undanförnum 22 árum hafi einungis komið tvö góð ár þar sem ungarnir komust flestir vel á legg. Í ár rigndi og flæddi yfir hólmana á stórstraumsflóði í bland við mikla snjóbráð með norðaustan belgingi sem stóð inn fjörðinn þannig að það hækkaði í ánni um rúman metra. Það má reikna með að rúmlega helmingur af þeim ungum sem komist hefðu á legg hafi drepist í flóðunum. Dúnninn fer í æðardúnssængur á Borgarfirði eystri Æðarvarpið að Sævarenda skilar um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur sem framleiddar eru á Borgarfrði eystri hjá fyrirtækinu Icelandic Down. Hér vappar ungi fram hjá æðarkollu en hann þarf þó að gæta sín því Loðmundarfjörður er hættulegur heimur fyrir æðarunga. Hætturnar leynast allt í senn á jörðu, sjó og lofti.Vísir/RAX Ragna Óskarsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík, flutti til Borgarfjarðar eystri þar sem hún býr núna og rekur Icelandic Down. Fyrirtækið var stofnað af tveimur fjölskyldum og eru hlutverkin mjög skýr. Á meðan Óli og Jóhanna sjá um hreiðursvæðið og tína dúninn í Loðmundarfirði sér fjölskylda Rögnu um að hreinsa dúninn, framleiða og markaðsetja vörurnar. Það gerist allt í höfuðstöðvum þeirra, pínulitlu bláu húsi á Borgarfirði eystri. Fuglahræða í gervi Ólafs Aðalsteinssonar vakir yfir æðarvarpinu til að fæla burt ýmsa varga.Vísir/Rax RAX Dýr Ljósmyndun Fuglar Múlaþing Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Sumarseta æðarkollunnar við Sævarenda hófst árið 1951 í umsjá Kristins Halldórssonar en þá voru aðeins 176 hreiður í þorpinu. Nú eru hreiðrin orðin um sexþúsund og æðarfuglarnir um tólfþúsund. Árlega skilar æðarvarpið um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur framleiddar á Borgarfirði eystri. Ragna Valdimarsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Albert haukur Gunnarsson og Jóhanna Óladóttir í æðarvarpinu í Loðmundarfirði.Vísir/Rax Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir hafa séð um æðarkolluþorpið við Sævarenda frá áramótum, í heil 22 ár. Þau dvelja þar á hverju sumri frá byrjun maí fram í júlí. Af því það er ófært landleiðina í Loðmundarfjörð fram að miðjum júní þurfa hjónin að bera allar vistir í átt að afskekktu húsinu sjálf. Á vorin þurfa þau svo að taka rösklega til hendinni því það þarf að laga girðingar eftir snjóþungan veturinn, koma hita á húsið og laga til í æðarkolluþorpinu. En þau eru heppin að hafa hjónin Albert Hauk Gunnarsson og Rögnu Valdimarsdóttur sér til aðstoðar á vorin. Fegurð fjarðarins er óumdeilanleg og skiljanlegt afhverju Bernd Koberling, einn helsti núlifandi málari þjóðverja, hefur haft sumarsetu þar og fengið innblástur fyrir vatnslitamyndir sínar síðan árið 1977.Vísir/Rax Fjölbreyttur húsakostur í þorpinu Þorpið hefur sín sérkenni og er húsakostur fuglanna býsna fjölbreyttur. Sumir fuglanna búa í einbýlishúsum, aðrir í netakúlum á meðan enn aðrir búa í hverfum sem minna á víkingahvefi frá fyrri öldum, búin til úr rekavið. Þá búa sumar kollurnar í blokkum með yfirsýn yfir hverfið, ein þeirra er pósthús á staðnum úr rauðri tunnu. Sumir æðarfuglanna búa í flottari og rúmgóðari húsum en aðrir, ekki ósvipað okkur mönnunum.Vísir/RAX Öll þessi hverfi hafa nöfn en þar á meðal má nefna Saurbær, þar sem allar kollurnar drita í einu komi einhver truflun að íbúunum. Þar að auki má finna hverfin Kassahæð, Mosfell, Skorukinn, Flóðodda, Heimahæð, Hólma og Stöng. Stærsta æðavarp á Íslandi.Vísir/RAX Ríkasta hverfið er í kringum Saurbæ en fátækari hverfin eru ofar í þorpinu, nær fjöllunum, í bláum plasttunnum. Fuglarnir eru misjafnir, rétt eins og hverfin, sumir eru rólegir á meðan aðrir eru villingar og frekjudollur. Karakter fuglanna sést hvað best þegar dúnninn er tekinn. Æðarkollan situr spök en í bakgrunni má sjá eina af blokkum þorpsins, rauða pósthúsið. Enn fjær má sjá fuglahræðuna sem stendur vaktina.Vísir/Rax Hætturnar leynast víða fyrir ungana litlu Æðarvarpið er girt af til að verjast tófunni og öðrum rándýrum sem viljast ráðast á varpið. Meðal þeirra varga sem herja á æðarvarpið eru tófa, svartbakur, hrafn og skúmur. Þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum er synt af stað á öðrum degi yfir í Seyðisfjörð, þar sem þeir fara í Skálanesbót og Skálanes. Sumir unganna þurfa meiri hjálp en aðrir frá mæðrum sínum.Vísir/RAX Komist þeir lengra inn fjörðinn að Bæ í Seyðisfirði drepast flestir ungarnir vegna olíunnar úr El Grillo. Það þarf mjög litla olíu á dún ungana til að þeir sökkvi um leið en þá er veisla hjá veiðibjöllunni. Einn lítill nýfæddur æðarungi að berjast fyrir lífi sínu í kuldanum.Vísir/Rax Ólafur Aðalsteinsson segir að á undanförnum 22 árum hafi einungis komið tvö góð ár þar sem ungarnir komust flestir vel á legg. Í ár rigndi og flæddi yfir hólmana á stórstraumsflóði í bland við mikla snjóbráð með norðaustan belgingi sem stóð inn fjörðinn þannig að það hækkaði í ánni um rúman metra. Það má reikna með að rúmlega helmingur af þeim ungum sem komist hefðu á legg hafi drepist í flóðunum. Dúnninn fer í æðardúnssængur á Borgarfirði eystri Æðarvarpið að Sævarenda skilar um hundrað kílóum af æðardún sem fer í dúnsængur sem framleiddar eru á Borgarfrði eystri hjá fyrirtækinu Icelandic Down. Hér vappar ungi fram hjá æðarkollu en hann þarf þó að gæta sín því Loðmundarfjörður er hættulegur heimur fyrir æðarunga. Hætturnar leynast allt í senn á jörðu, sjó og lofti.Vísir/RAX Ragna Óskarsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík, flutti til Borgarfjarðar eystri þar sem hún býr núna og rekur Icelandic Down. Fyrirtækið var stofnað af tveimur fjölskyldum og eru hlutverkin mjög skýr. Á meðan Óli og Jóhanna sjá um hreiðursvæðið og tína dúninn í Loðmundarfirði sér fjölskylda Rögnu um að hreinsa dúninn, framleiða og markaðsetja vörurnar. Það gerist allt í höfuðstöðvum þeirra, pínulitlu bláu húsi á Borgarfirði eystri. Fuglahræða í gervi Ólafs Aðalsteinssonar vakir yfir æðarvarpinu til að fæla burt ýmsa varga.Vísir/Rax
RAX Dýr Ljósmyndun Fuglar Múlaþing Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira