Stafræn þróun

Fréttamynd

Af metnaðar­fullum á­ætlunum Reykja­víkur­borgar

Nú er rétt ár liðið síðan Reykjavík kynnti fyrst áform sín um að setja aukinn kraft í stafræna umbreytingu á þjónustu og innviðum borgarinnar. Þessi áform voru sett fram og kynnt með Græna planinu sem var lagt fram í fyrra sem viðspyrna vegna fyrirsjáanlegs efnahagssamdráttar.

Skoðun
Fréttamynd

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ís­lensk sprota­fyrir­tæki fengið inn­spýtingu

Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefði verið auð­velt að fremja kosninga­svindl

Möguleikinn á kosningasvindli í komandi alþingiskosningum var fyrir hendi með notkun falsaðra stafrænna ökuskírteina. Tækni til að sannreyna skírteinin var ekki tekin í notkun við kjörstaði fyrr en í byrjun vikunnar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst. 

Innlent
Fréttamynd

Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni

Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni.

Innlent
Fréttamynd

Svona virkar algrím Instagram

Adam Mosseri, framkvæmdarstjóri Instagram, setti inn ellefu mínútna langt myndband á dögunum þar sem hann útskýrir hið flókna algrím sem stýrir því hvað við sjáum á miðlinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fögnum stafrænni byltingu hins opinbera

Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Nýr vefur sýslu­manna

Ný þjónusta sýslumanna sem framvegis verður á Ísland.is verður kynntur í beinni útseningu á fundi fjármálaráðuneytisins og Stafræns Íslands sem hefst núna klukkan 11:30.

Innlent
Fréttamynd

Sköpum fleiri störf og brúum staf­ræna bilið

Þróun og nýting stafrænnar tækni hefur tekið risavaxin og hröð skref síðustu misserin. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur þessi þróun orðið svo ör í t.d. verslunar- og þjónustugreinum, að ekki er hægt að lýsa því öðruvísi en sem byltingu.

Skoðun
Fréttamynd

Snjöll um alla borg

Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Léttum lífið

Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­færum stýri­kerfið

Við þekkjum það flest að opna símann okkar og fá meldingu um uppfærslu. Viðvikið kostar nokkra smelli og örlítinn tíma, en þjónustan verður enn betri fyrir okkur notendurna á eftir.

Skoðun