„Er misskilningur lygi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2021 12:40 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi og formaður nýsköpunarráðs borgarinnar. Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“ Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“
Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira