Fasteignamarkaður

„Allt að því galið“ að taka ekki þátt í séreignarsparnaði
Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir allt að því galið að fólk taki ekki þátt í séreignarsparnaði. Hann vill að fólk skráist sjálfkrafa í slíkan sparnað. Kerfið sé of flókið í dag og færri nýti sér kerfið en geti vegna þess.

Karin í Nola keypti 200 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi
Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, og unnusti hennar Friðrik Runólfsson hafa fest kaup á 200 fermetra einbýlishúsi við Hofgarða á Seltjarnarnesi. Parið greiddi 175 milljónir fyrir eignina.

Regluverk hamlar fjárfestingu í innviðum sem dregur niður eignaverð
Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu.

Mun gráta þegar nýr eigandi fær lyklana í hendurnar
Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur sett íbúð sína á Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Aldís segist eiga margar og góðar minningar úr íbúðinni, það verði tilfinningaþrungin stund þegar hún afhendi nýjum eiganda lyklana.

Biskupsbústaðurinn kominn á sölu
Embættisbústaður Biskup Íslands að Bergstaðastræti í Reykjavík er kominn á sölu, líkt og boðað hafði verið. Um er að ræða 487 fermetra einbýlishús í Þingholtunum og er óskað eftir tilboðum.

Stefnir í helmingshækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði munu hafa hækkað um helming á áratug á næsta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja skattlagninguna verða sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnurekendur.

Menntafólk kveður útsýnið af einkaflugvélunum
Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Kristján Vigfússon háskólakennari hafa sett þakíbúð sína að Hlíðarfæti í Vatnsmýrinni á sölu. Úr íbúðinni er útsýni til allra átta, meðal annars yfir aðsetur einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli.

Helga og Kjartan Henry leita ekki langt yfir skammt
Kjartan Henry Finnbogason knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá stöð 2 Sport og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa fest kaup á íbúð við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða sérhæð í húsi sem teiknað var af Halldóri H. Jónssyni arkitekt árið 1945.

Keypti á 148 milljónir og verður áfram Kópboi
Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör og unnusta hans Sara Linneth verða áfram Kópavogsbúar en þau hafa fest kaup á þakíbúð að Hafnarbraut á Kársnesinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu greiddi parið 148 milljónir fyrir íbúðina.

Kolbeinn Sigþórsson selur útsýnisíbúð á Kársnesinu
Kolbeinn Sigþórsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta hefur sett íbúð sína á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Íbúðinni fylgir magnað útsýni yfir hafið og Nauthólsvíkina en óskað er eftir tilboðum í íbúðina sem byggð var árið 2021. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðmiðunarverð í kringum 220 milljónir króna.

Tónlistarmaður selur eina glæsilegustu eign Hafnarfjarðar
Tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen og eiginkona hans, Elín Margrét Erlingsdóttir, hafa sett glæsilega tveggja hæða eign við Hringbraut í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 144,9 milljónir.

Fimm heillandi einbýli á Akureyri
Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni.

Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt
Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar.

Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis
Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt.

Emil og Ása keyptu 330 milljóna einbýli í Fossvogi
Hjónin Emil Hallfreðsson og Ása María Reginsdóttir, eigendur Olifa, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Bjarmaland 24 í Reykjavík. Hjónin greiddu 330 milljónir fyrir eignina.

Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu
Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar.

Fjárfestir og jógakennari selja 500 fermetra glæsihús í Garðabæ
Anna María Sigurðardóttir jógakennari og Gestur Breiðfjörð fjárfestir hafa sett einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 2014 og þykir með þeim glæsilegri. Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Mýkt og mínímalismi í Hlíðunum
Við Bólstaðarhlíð í Reykjavík er að finna notalega og mikið endurnýjaða 150 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1957. Ásett verð er 126,5 milljónir.

Útlit fyrir bíólausa Akureyri
Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi.

Sögulegt og sjarmerandi einbýlishús í 101
Við Nýlendugötu 32 í Reykjavík er að finna eitt af elstu einbýlishúsum borgarinnar. Húsið var byggt árið 1906 við Hverfisgötu og síðar flutt í heilu lagi að Nýlendugötu árið 1998. Ásett verð fyrir eignina er 159,9 milljónir.

Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu
Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með.

„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta
Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings.

Tíu myndarleg einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu
Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn.

Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka
Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Hildur Vala og Kjartan keyptu raðhús í Fossvogi
Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir og sambýlismaður hennar, Kjartan Ottósson ráðgjafi hjá KPMG hafa fest kaup á glæsilegu endaraðhúsi við Brúnaland í Fossvogi.

Nærri níu af hverjum tíu íbúðum verið keyptar af fjárfestum á árinu
Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga.

Almenningur dæmdur úr leik
Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga.

Biskupsbústaðurinn brátt falur
Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá.

Verulega er farið að hægja á vexti útlána lífeyrissjóða til heimila
Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir.

Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina
Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna.