Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2025 19:39 Fasteignamatshækkun á Seltjarnarnesi nemur 12,6 prósentum milli ára sem er mesta hækkunin á öllu stórhöfuðborgarsvæðinu. Vísir/Samsett Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38
Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00