Grunnskólar Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Innlent 9.12.2021 13:19 Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið. Innlent 9.12.2021 07:01 Listin að hlusta Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Skoðun 8.12.2021 08:01 Ekkert skólahald í Eskifjarðarskóla vegna smits Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Eskifjarðarskóla í dag eftir að starfsmaður skólans greindist með COVID-19 í gær. Innlent 7.12.2021 08:20 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. Innlent 5.12.2021 19:41 Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. Innlent 2.12.2021 20:01 Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu. Innlent 2.12.2021 15:42 Segja börnin missa af Reykjaferð því skólastjórinn gleymdi að panta pláss Fráfarandi skólastjóri Fossvogsskóla, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, gleymdi að sækja um dvöl fyrir 7. bekk skólans á Reykjum í Hrútafirði en þegar umsókn barst að lokum var allt orðið fullt. Innlent 2.12.2021 07:02 Skólastjóri Fossvogsskóla hættir Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda. Innlent 30.11.2021 20:27 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. Innlent 30.11.2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. Innlent 30.11.2021 07:01 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. Innlent 29.11.2021 17:17 Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. Innlent 27.11.2021 13:15 Þjóðin klofin vegna Instagram-færslu en Gísli er efstur á blaði hjá Katrínu Hvort er mikilvægara í menntun hvers manns, fjármálalæsi eða Gísla saga Súrssonar? Þetta er alls ekki á hreinu, og þegar frumkvöðlarnir hjá Fortuna Invest veltu þessu álitamáli upp á Instagram-síðu sinni um helgina sprakk það í loft upp á samfélagsmiðlum. Innlent 23.11.2021 23:00 Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni. Innlent 23.11.2021 20:10 Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. Innlent 23.11.2021 11:55 Rannsaka hvort reynt hafi verið að keyra á börn í Garðabæ Nokkrar kærur hafa borist lögreglu eftir að hópur krakka safnaðist saman fyrir utan heimili í Garðabæ á laugardagskvöld og hafði í hótunum við heimilisfólkið. Heimilisfaðirinn hefur einnig verið kærður en hluti krakkanna sakar hann um að hafa reynt að keyra á sig. Innlent 22.11.2021 19:32 Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. Innlent 22.11.2021 08:12 Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. Innlent 21.11.2021 19:07 Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. Innlent 19.11.2021 12:01 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. Innlent 18.11.2021 17:36 Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Innlent 18.11.2021 17:01 Er ekki allt í lagi að börnin smitist? Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu. Skoðun 18.11.2021 15:00 Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". Innlent 17.11.2021 07:00 Hverfið þitt Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Skoðun 16.11.2021 14:00 Tilkynningum um einelti í grunnskólum fjölgaði um 1,1 prósent í Covid Tilkynningum um einelti hefur fjölgað nokkuð undanfarin ár en tilkynningum fjölgaði jafn mikið á síðasta skólaári og á tímabilinu 2015 til 2020. Innlent 14.11.2021 09:00 Skólum lokað á Fáskrúðsfirði Smit kom upp í tengslum við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í gær. Tekin var ákvörðun um að loka skólanum og leikskólanum í kjölfarið. Innlent 11.11.2021 19:08 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. Innlent 11.11.2021 07:00 Níu smitaðir á Vopnafirði og skólum lokað Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum. Innlent 10.11.2021 14:40 „Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“ „Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Innlent 9.11.2021 20:01 « ‹ 24 25 26 27 28 29 30 31 32 … 35 ›
Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Innlent 9.12.2021 13:19
Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið. Innlent 9.12.2021 07:01
Listin að hlusta Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Skoðun 8.12.2021 08:01
Ekkert skólahald í Eskifjarðarskóla vegna smits Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Eskifjarðarskóla í dag eftir að starfsmaður skólans greindist með COVID-19 í gær. Innlent 7.12.2021 08:20
Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. Innlent 5.12.2021 19:41
Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. Innlent 2.12.2021 20:01
Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu. Innlent 2.12.2021 15:42
Segja börnin missa af Reykjaferð því skólastjórinn gleymdi að panta pláss Fráfarandi skólastjóri Fossvogsskóla, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, gleymdi að sækja um dvöl fyrir 7. bekk skólans á Reykjum í Hrútafirði en þegar umsókn barst að lokum var allt orðið fullt. Innlent 2.12.2021 07:02
Skólastjóri Fossvogsskóla hættir Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda. Innlent 30.11.2021 20:27
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. Innlent 30.11.2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. Innlent 30.11.2021 07:01
Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. Innlent 29.11.2021 17:17
Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. Innlent 27.11.2021 13:15
Þjóðin klofin vegna Instagram-færslu en Gísli er efstur á blaði hjá Katrínu Hvort er mikilvægara í menntun hvers manns, fjármálalæsi eða Gísla saga Súrssonar? Þetta er alls ekki á hreinu, og þegar frumkvöðlarnir hjá Fortuna Invest veltu þessu álitamáli upp á Instagram-síðu sinni um helgina sprakk það í loft upp á samfélagsmiðlum. Innlent 23.11.2021 23:00
Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni. Innlent 23.11.2021 20:10
Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. Innlent 23.11.2021 11:55
Rannsaka hvort reynt hafi verið að keyra á börn í Garðabæ Nokkrar kærur hafa borist lögreglu eftir að hópur krakka safnaðist saman fyrir utan heimili í Garðabæ á laugardagskvöld og hafði í hótunum við heimilisfólkið. Heimilisfaðirinn hefur einnig verið kærður en hluti krakkanna sakar hann um að hafa reynt að keyra á sig. Innlent 22.11.2021 19:32
Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. Innlent 22.11.2021 08:12
Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. Innlent 21.11.2021 19:07
Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar. Innlent 19.11.2021 12:01
Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. Innlent 18.11.2021 17:36
Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Innlent 18.11.2021 17:01
Er ekki allt í lagi að börnin smitist? Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu. Skoðun 18.11.2021 15:00
Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". Innlent 17.11.2021 07:00
Hverfið þitt Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Skoðun 16.11.2021 14:00
Tilkynningum um einelti í grunnskólum fjölgaði um 1,1 prósent í Covid Tilkynningum um einelti hefur fjölgað nokkuð undanfarin ár en tilkynningum fjölgaði jafn mikið á síðasta skólaári og á tímabilinu 2015 til 2020. Innlent 14.11.2021 09:00
Skólum lokað á Fáskrúðsfirði Smit kom upp í tengslum við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í gær. Tekin var ákvörðun um að loka skólanum og leikskólanum í kjölfarið. Innlent 11.11.2021 19:08
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. Innlent 11.11.2021 07:00
Níu smitaðir á Vopnafirði og skólum lokað Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum. Innlent 10.11.2021 14:40
„Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“ „Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Innlent 9.11.2021 20:01