Grunnskólar

Fréttamynd

Skólar í Fjarða­byggð á­fram lokaðir vegna fjölgunar smita

Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Listin að hlusta

Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla

Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjóri Fossvogsskóla hættir

Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda.

Innlent
Fréttamynd

Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum

Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka.

Innlent
Fréttamynd

Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund

Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu.

Innlent
Fréttamynd

Laugar­dals­laug uppi­skroppa með gul arm­bönd og biðlar til for­eldra

Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund.

Innlent
Fréttamynd

Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg

Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka hvort reynt hafi verið að keyra á börn í Garða­bæ

Nokkrar kærur hafa borist lög­reglu eftir að hópur krakka safnaðist saman fyrir utan heimili í Garða­bæ á laugar­dags­kvöld og hafði í hótunum við heimilis­fólkið. Heimilis­faðirinn hefur einnig verið kærður en hluti krakkanna sakar hann um að hafa reynt að keyra á sig.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu

Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart.

Innlent
Fréttamynd

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

Innlent
Fréttamynd

Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu

Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki allt í lagi að börnin smitist?

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­­­stjórn­endur og bæjar­yfir­­­völd neita að tjá sig um kærurnar

Hvorki kjörnir full­trúar né starfs­menn Suður­nesja­bæjar vilja tjá sig um lög­­reglu­rann­­sókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfs­­mönnum Gerða­­skóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfs­mennina fyrir vonda með­­ferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldar­her­bergi".

Innlent
Fréttamynd

Hverfið þitt

Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Innlent
Fréttamynd

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Innlent