Símanotkun í skólum stórt vandamál Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. ágúst 2023 20:03 Skiptar skoðanir eru um hvort banna eigi snjalltæki í skólum. Stöð 2/Arnar Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira