Símanotkun í skólum stórt vandamál Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. ágúst 2023 20:03 Skiptar skoðanir eru um hvort banna eigi snjalltæki í skólum. Stöð 2/Arnar Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira