Meistaradeildin

Fréttamynd

Shakhtar Donetsk vann Chelsea

Shakhtar Donetsk sýndi styrk sinn í kvöld með því að vinna 2-1 sigur á Evrópumeisturum Chelsea í Úkraínu. Shakhtar Donetsk er því komið með þriggja stiga forskot á Chelsea á toppi E-riðilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United lenti 0-2 undir en vann samt

Javier Hernández stimplaði sig inn í tímabilið með því að skora tvö mörk í 3-2 endurkomu sigri Manchester United á Braga í leik liðanna í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld. United lenti 0-2 undir eftir tuttugu mínútur en kom til baka og Javier Hernández tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni með sínu öðru marki í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Framherji Celtic: Við getum unnið Barcelona

Þeir eru ekki margir sem búast við því að skoska liðið Celtic geri einhvern usla á Camp Nou í Barcelona í kvöld er liðið spilar þar í Meistaradeildinni. Leikmenn liðsins eru þó nokkuð borubrattir.

Fótbolti
Fréttamynd

Duga ráðin frá Ólafi í kvöld?

Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og fer þá fram þriðja umferð í riðlum E til H en eftir hana ættu línur vera farnar að skýrast í riðlinum fjórum.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon getur spilað gegn Nordsjælland

Juventus fékk góð tíðindi í dag þegar í ljós kom að markvörðurinn Gianluigi Buffon er búinn að jafna sig af meiðslum og getur spilað með liðinu gegn Nordsjælland í Meistaradeildinni á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Lewandowski: Vonandi spilar Pepe heiðarlega

Pólverjinn Robert Lewandowski hjá Dortmund er búinn að kynda bálið fyrir leikinn gegn Real Madrid á miðvikudag. Hann segist nefnilega óttast að portúgalski varnarmaðurinn Pepe muni ekki spila heiðarlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Abidal æfir upp í Pýreneafjöllum

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa fengið nýja lifur í apríl síðastliðnum. Abidal hefur verið að glíma við krabbamein í lifur en ætlar ekki að gefa fótboltann upp á bátinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sir Alex: Ánægður með nýju demanta-miðjuna sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á nýju demanta-miðju liðsins og telur að hún geti hjálpað liðinu mikið á þessu tímabili. Ferguson hefur stillt upp í þessu kerfi í síðustu leikjum en byrjaði á því í sigri á Newcastle í deildabikarnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hleb: Lærði meira af Wenger en Guardiola

Hvít-Rússinn Alexander Hleb er ekki sammála því að Pep Guardiola sé besti þjálfari í heimi. Að hans mati var frábær árangur Guardiola með Barcelona uppskera þess að hann var með bestu leikmennina í sínu liði.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal vann Barcelona samanlagt 7-0

Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal fóru auðveldlega inn í sextán liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Barcelona í seinni leiknum í dag. Enska liðið vann leikina tvo samanlagt 7-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaramörkin: Umfjöllun um leik Man City og B. Dortmund

Joe Hart markvörður Manchester City fór á kostum í gær þegar Englandsmeistaraliðið lék gegn þýsa meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Enski landsliðsmarkvörðurinn sýndi stórkostleg tilþrif í leiknum. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Hjörtur Hjartarson og Heimir Guðjónsson voru sérfræðingar þáttarins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini: Áttum stigið ekki skilið

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Dortmund hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í kvöld og að það sé Joe Hart að þakka að leiknum lyktaði með jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni: Arsenal - Olympiakos

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign enska liðsins Arsenal og gríska liðsins Olympiakos í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni: Ajax - Real Madrid

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign hollenska liðsins Ajax og spænska liðsins Real Madrid í D-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan vann á sjálfsmarki í Rússlandi

AC Milan missti niður tveggja marka forystu og þurfti að treysta á sjálfsmark til þess að tryggja sér 3-2 sigur á Zenit St Petersburg í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu í fótbota. Leikurinn fór fram á Petrovski Park í Sankti Pétursborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol frá í átta vikur - missir af El Clasico

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verður ekki með liðinu næstu átta vikurnar eftir að hann fór úr olnbogalið í sigrinum á Benfica í Meistaradeildinni í gær. Puyol fór beint á sjúkrahús eftir að hann meiddist en flaug samt með félögum sínum heim í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Lampard: Við þurftum að vera þolinmóðir í kvöld

Frank Lampard var fyrirliði Chelsea í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á FC Nordsjaelland í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Lampard lagði upp fyrsta markið en þrjú síðustu mörkin komu ekki fyrr en í lok leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sir Alex hrósaði bæði Van Persie og Rooney fyrir sigurmarkið

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ekki sáttur með markið sem United fékk á sig í Rúmeníu í kvöld en gat glaðst yfir því að liðið kom til baka og vann 2-1 sigur. Ferguson hrósaði bæði Robin van Persie og Wayne Rooney fyrir samvinnu þeirra í sigurmarkinu.

Fótbolti