Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 11:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Daníel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Sjá meira