Fótbolti

Sir Alex hrósaði bæði Van Persie og Rooney fyrir sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ekki sáttur með markið sem United fékk á sig í Rúmeníu í kvöld en gat glaðst yfir því að liðið kom til baka og vann 2-1 sigur. Ferguson hrósaði bæði Robin van Persie og Wayne Rooney fyrir samvinnu þeirra í sigurmarkinu.

„Það er aldrei auðvelt að spila á útivelli í Evrópukeppni. Þeir hafa verið að ná góðum úrslitum hérna og ég skil það vel núna eftir að hafa séð þá halda áfram allan tímann. Þeir reyndu margar fyrirgjafir og settu okkur undir pressu í lokin," sagði Sir Alex Ferguson.

„Við getum verið ánægðir með það að við héldum boltanum vel í þessum leik, þá vörðumst við vel stærsta hluta leiksins og David De Gea varði vel í lokin," sagði Ferguson. Wayne Rooney lagði upp tvö mörk fyrir Robin van Persie og sigurmarkið var frábært í alla staði.

„Sendingin og afgreiðslan voru jafngóðar. Þetta var frábært afgreiðsla en Wayne gaf mjög flottan bolta inn í teiginn. Ég hélt fyrst að sending væri of löng en Robin gerði vel," sagði Ferguson.

En sáum við þarna frábært framherjapar í fæðingu? „Það er erfitt að segja en ég vona það. Menn í mínu liði eru að vinna vel saman út um allan völl og styrkur okkar liðs liggur í mörgum sóknarmöguleikunum," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×