Fótbolti

Meistaramörkin: Umfjöllun um leik Man City og B. Dortmund

Joe Hart markvörður Manchester City fór á kostum í gær þegar Englandsmeistaraliðið lék gegn þýsa meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Enski landsliðsmarkvörðurinn sýndi stórkostleg tilþrif í leiknum. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Hjörtur Hjartarson og Heimir Guðjónsson voru sérfræðingar þáttarins.


Tengdar fréttir

AC Milan vann á sjálfsmarki í Rússlandi

AC Milan missti niður tveggja marka forystu og þurfti að treysta á sjálfsmark til þess að tryggja sér 3-2 sigur á Zenit St Petersburg í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu í fótbota. Leikurinn fór fram á Petrovski Park í Sankti Pétursborg.

Van Nistelrooy: Cristiano Ronaldo er ekki hrokagikkur

Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og hollenska landsliðsins, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar og segir hann að Portúgalinn snjalli sé ekki hrokagikkur.

Hart: Hefði getað endað 10-10

Joe Hart, markvörður Manchester City, átti stórleik þegar að lið hans gerði 1-1 jafntefli við Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Puyol frá í átta vikur - missir af El Clasico

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verður ekki með liðinu næstu átta vikurnar eftir að hann fór úr olnbogalið í sigrinum á Benfica í Meistaradeildinni í gær. Puyol fór beint á sjúkrahús eftir að hann meiddist en flaug samt með félögum sínum heim í gærkvöldi.

Mancini: Áttum stigið ekki skilið

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Dortmund hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í kvöld og að það sé Joe Hart að þakka að leiknum lyktaði með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×