Fótbolti

Meistaradeildin: Mögnuð tilþrif, glæsileg mörk og mikil dramatík

Meistaradeildin í knattspyrnu er á Stöð 2 Sport. Nú er komið að þriðju umferðinni. Sú síðasta bauð upp á mögnuð tilþrif, glæsileg mörk og mikla dramatík. 50 mörk voru skoruð í leikjunum sextán,l ríflega þrjú mörk að meðaltali í leik.

Það rötuðu samt ekki öll skot rétta leið á marki, eins og gengur. Barcelona hélt sigurgöngu sinni áfram og það er ekki bara almættinu að þakka, heldur er þetta eitt besta lið heims.

Arsenal heldur sínu striki í Meistaradeildinni og er með fullt hús stiga. Joe Hart varði sem óður maður og tryggði Manchester City stig gegn Dortmund.

Cristiano Ronaldo hefur tekið gleði sína aftur, voru slæm tíðindi fyrir Ajax. Portúgalinn gerði þrennu fyrir Real Madrid sem stendur vel að vígi í dauðariðlinum. Þeir spila á útvelli á móti Dortmund á miðvikudaginn.

Mark umferðarinnar gerði Eliseu fyrir Malaga gegn Anderlecht. Þrumufleygur hans lagði grunninn að öðrum 3-0 sigri spænska liðsins í röð, alveg himneskt mark svo vægt sé til orða tekið.

Hinn hógværi Balotelli bjargaði Manchester City frá tapi, og lét ekki tutðið í markverði Dortmund hafa áhrif á sig.

Samvinna Wayne Rooney og Robin van Persie skilaði Manchester United naumum sigri í Rúmeníu. United á Braga á heimavelli í kvöld.

Meistardeildin byrjar á stöð2sport klukkan sex, Þorsteinn J. og gestir fyrir og eftir alla leiki.

Fjórir leikir verða í beinni á Stöð2 Sport í kvöld:

Spartak Moskva - Benfica (S2 Sport 16.00)

Man. Utd. - Braga (S2 Sport) 18:45

Barcelona - Celtic (S2 Sport 3) 18:45

Shakhtar Donetsk - Chelsea (S2 Sport 4) 18:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×