Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Kerfisbilun varð til þess að Evrópudeildarlagið var spilað fyrir leik Aston Villa og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 16.4.2025 14:31
Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 16.4.2025 09:30
Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Franska félagið Paris Saint Germain og spænska liðið Barcelona komust í gær áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að tapa sínum leikjum. Það vantaði ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gær og nú má sjá þau hér á Vísi. Fótbolti 16.4.2025 08:31
Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. Fótbolti 10. apríl 2025 07:30
Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 9. apríl 2025 20:53
Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 9. apríl 2025 20:52
Af hverju má Asensio spila í kvöld? Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 9. apríl 2025 14:31
England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Eftir sigur Arsenal á Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær er ljóst að fimm ensk lið verða í keppninni á næsta tímabili, að minnsta kosti. Enski boltinn 9. apríl 2025 12:32
Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Inter vann 1-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 9. apríl 2025 11:32
Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Declan Rice hafði aldrei skorað beint úr aukaspyrnu áður en að leik Arsenal og Real Madrid kom. En í honum skoraði hann tvö glæsimörk með skotum beint úr aukaspyrnum. Fótbolti 9. apríl 2025 08:30
Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Evrópumeistara Real Madríd 3-0 þökk sé glæsilegri aukaspyrnu tvennu Declan Rice og marki frá Mikel Merino. Fótbolti 8. apríl 2025 18:33
Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Inter lagði Bayern München 2-1 á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 8. apríl 2025 18:32
Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Madridingar anda léttar í aðdraganda einvígisins við Arsenal í Meistaradeild Evrópu, eftir að UEFA ákvað að setja engan af leikmönnum Real Madrid í bann. Þrír þeirra þurfa hins vegar að greiða sekt og tveir fengu skilorðsbundið bann. Fótbolti 4. apríl 2025 21:31
Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun. Fótbolti 27. mars 2025 18:06
Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Góður árangur ensku liðanna í Evrópukeppnunum á þessu tímabili hefur farið langt með að tryggja enskum liðum fimmta Meistaradeildarsætið en þau gætu líka orðið fleiri. Enski boltinn 14. mars 2025 23:34
Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 14. mars 2025 13:32
Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA. Fótbolti 14. mars 2025 10:02
Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Real Madrid komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað nágranna þeirra í Atlético de Madrid. Umgengi leikmanna liðsins var aftur á móti alls ekki til fyrirmyndar. Fótbolti 13. mars 2025 19:02
Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Julián Alvarez skoraði úr vítaspyrnu sinni í vítaspyrnukeppni Atlético de Madrid og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en vítið var dæmt ógilt. Fótbolti 13. mars 2025 17:15
Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hætti við að láta Endrick taka síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni gegn Atlético Madrid í gær eftir að hafa horft framan í brasilíska ungstirnið. Fótbolti 13. mars 2025 12:32
Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, efast um að dómarar leiksins gegn Real Madrid hafi tekið rétta ákvörðun er þeir dæmdu mark Juliáns Alvarez í vítakeppninni af. Fótbolti 13. mars 2025 11:00
Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. Fótbolti 13. mars 2025 10:31
Carragher veiktist í beinni útsendingu Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þurfti að yfirgefa beina útsendingu CBS frá Meistaradeild Evrópu í gær vegna veikinda. Fótbolti 13. mars 2025 08:13
Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. Fótbolti 13. mars 2025 07:33