Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mourinho: Ég er enginn Harry Potter

Knattspyrnustjórinn litríki José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter talar tæpitungulaust í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag og viðurkennir að eins og staðan er í dag þá sé Inter ekki að fara að vinna Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Onyewu genginn í raðir AC Milan

AC Milan hefur staðfest félagsskipti Bandaríkjamannsins Oguchi Onyewu til félagsins frá Standard Liege en kaupverðið liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ambrosini fyrirliði AC Milan

Mánuði eftir ráðninguna er enn fólk sem varla trúir því að Leonardo sé nýr þjálfari AC Milan. Hann sjálfur er einn af þeim.

Fótbolti
Fréttamynd

Mexes: Ég verð áfram hjá Roma

Varnarmaðurinn Philippe Mexes hjá Roma er talinn vera ofarlega á óskalista Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, en leikmaðurinn segist ekki vera á förum frá Rómarfélaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirlo ætlar að vera áfram hjá AC Milan

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo hjá AC Milan hefur neitað sögusögnum þess efnis að hann muni yfirgefa herbúðir Mílanófélagsins í sumar en hann hefur sterklega verið orðaður við Atletico Madrid og endurfundi við Carlo Ancelotti hjá Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Herra Roma framlengir

Francesco Totti, fyrirliði Roma, hefur tilkynnt að hann sé að fara að skrifa undir nýjan samning við félagið. Totti mun spila næstu fimm ár í búningi Roma en samningurinn er til 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini vill þjálfa á Englandi

Roberto Mancini segist reiðubúinn að snúa aftur í þjálfun. Hans helsta ósk er að taka við stjórnartaumunum hjá ensku liði en síðustu ár hefur hann verið orðaður við ýmis lið í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fabiano og Huntelaar á óskalista AC Milan

Forráðamenn AC Milan vinna nú hörðum höndum í að leita leiða til að styrkja liðið. Brasilíumaðurinn Luis Fabiano og Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar eru báðir á óskalista Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Vucinic ekki á leiðinni til Englands

Þrátt fyrir að framherjinn Mirko Vucinic sé nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Roma þá hætta breskir fjölmiðlar ekki að orða Svartfellinginn við félagsskipti til Englands og eru Englandsmeistarar Manchester United á meðal þeirra félaga sem orðuð eru við hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Melo ekki til Arsenal

Það þykir nokkuð ljóst að Brasilíumaðurinn Felipe Melo mun ekki fara til Arsenal þar sem hann hefur framlengt samning sinn við Fiorentina til loka tímabilsins 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter samdi við Milito

Diego Milito er formlega genginn í raðir Inter en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið í gær. Hann lék síðast með Genoa.

Fótbolti
Fréttamynd

Engin kauptilboð borist í Ibrahimovic

Umboðsmaður framherjans Zlatan Ibrahimovic hefur staðfest að engin kauptilboð hafi enn borist í skjólstæðing sinn en bæði Barcelona og Real Madrid eru talin hafa áhuga á Svíanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímasóun að bjóða í Pato

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að það væri alger tímasóun fyrir önnur félög að leggja fram tilboð í Brasilíumanninn Alexandre Pato. Þeim yrði umsvifalaust hafnað.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan hringdi í Arsenal vegna Adebayor

Varaforseti AC Milan hefur staðfest að hann hafi hringt í Arsenal varðandi kaup á Emmanuel Adebayor. Adriano Galliani talaði við Arsene Wenger og lýsti þeim sem „vingjarnlegum,“ en Galliani minntist ekki á að Adabayor væri ekki til sölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma ætlar sér Huntelaar, Shevchenko eða Cruz

Roma vonast til þess að kaupa einn af þremur framherjum sem eru á óskalista þess. Þeir eru í stafrófsröð, Andriy Shevchenko (Chelsea), Julio Cruz (Inter) og Klaas-Jan Huntelaar (Real Madrid). Sá síðastnefndi er efstur á listanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Amauri tilbúinn að spila fyrir Ítalíu

Brasilíumaðurinn Amauri hjá Juventus bíður nú eftir því að fá ítalskt ríkisfang en það mun ganga í gegn í september. Framherjinn segist þá vera tilbúinn að spila fyrir ítalska landsliðið ef landsliðsþjálfarinn Lippi vilji nota sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Ef ekki Dzeko þá Adebayor

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur staðfest að ef félaginu takist ekki að fá Edin Dzeko frá Wolfsburg muni það reyna að lokka Emmanuel Adebayor frá Arsenal til Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Reyes næst til Roma?

Hinn víðförli knattspyrnumaður Jose Antonio Reyes hefur hugsanlega enn ein vistaskiptin í sumar en hann er orðaður við Roma þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko heitur fyrir Roma

Framtíð Úkraínumannsins Andriy Shevchenko er enn óráðin. Hann er kominn aftur til Chelsea úr láni frá AC Milan en Sheva á eitt ár eftir af samningi sínum við enska liðið.

Fótbolti