Internazionale vann 3-1 sigur á heimavelli sínum gegn Atalanta íítölsku Serie-A deildinni í dag.
Simone Tiribocchi kom Atalanta yfir en Diego Milito jafnaði metin skömmu síðar. Það var McDonald Mariga sem Inter í 2-1 áður en Christian Chivu innsiglaði 3-1 sigur.
Inter er þar með komið með tveggja stiga forystu á Roma sem á þó leik til góða. Inter á þrjá leiki eftir en Roma fjóra, en það mætir Sampdoria á morgun.
