Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gæti verið á förum frá liðinu í sumar. Juventus tapaði fyrir Inter í gær og gæti misst af sæti í Meistaradeild Evrópu.
„Þetta veltur ekki á því hvort við komumst í Meistaradeildina eða ekki. Sjáum bara hvað gerist eftir tímabilið," sagði Buffon þegar hann var spurður um framtíð sína eftir leikinn í gær.
Buffon hefur m.a. verið orðaður við grannana í Manchester.