
Tækni

Helgi ráðinn sölustjóri
Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri hjá Origo. Helgi hefur starfað í upplýsingatækni með einum og öðrum hætti í tæplega þrjá áratugi. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað sem forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðarlausnum hjá Advania og fyrir það starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Origo.

CRI freistar þess að sækja um sjö milljarða til að styðja við frekari vöxt
Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, vinnur núna að því að afla sér samtals allt að fimmtíu milljónir Bandaríkjadala frá fjárfestum til að styrkja fjárhagsstöðuna og leggja grunn að frekari vexti félagsins. Vegna markaðsaðstæðna eru áfram seinkanir á metanólverkefnum sem hafa verið í þróun en tekjur CRI drógust nokkuð saman á liðnu ári og rekstrartapið jókst því að sama skapi.

Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar
Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu
Ráðstefna um stafræna heilbrigðisþjónustu (e-Health) er að hefjast nú klukkan 16 í sal Alvotech við Sæmundargötu. Björn Zoega og sérfræðingar í stafrænum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu tala.

Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu
Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna.

Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel
Eins og undanfarin ár býður verslunin Epli upp á frábært úrval fermingargjafa frá Apple. Vörurnar frá Apple hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár enda þekktar fyrir mikil gæða, tímalausa hönnun og mjög góða endingu.

Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin
Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin.

Söguleg árás dróna og róbóta
Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti
Nýtt fasteignasmáforrit hefur verið sett í loftið, sem gerir notendum þess kleift að gera kauptilboð í fasteignir beint í gegnum smáforritið.

Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti
Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim.

Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi
Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni.

Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku
Metfjöldi fyrirtækja varð fyrir gagnagíslatöku á heimsvísu í upphafi árs miðað við árin á undan að sögn Trausta Eiríkssonar sérfræðings hjá OK. Fyrirtækið hélt fjölmennan veffund á dögunum þar sem fjallað var um öryggislausnir sem almennum tölvunotendum stendur til boða yfir í stærri öryggislausnir sem hægt er að nýta fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur
Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu.

Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum
Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit.

Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga
Ástralskur maður með alvarlega hjartabilun var útskrifaður af spítala og lifði í meira en 100 daga með gervihjarta, áður en hann gekkst undir hjartaígræðslu.

„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“
Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla.

Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu
Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust.

Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf
PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum.

Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna
Sjötíu vefir, eða stafrænar lausnir, eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2024. Umboðsmaður Iceguys, sjálf Sandra Barilli, mun kynna tilnefningarnar sem verða í beinu streymi á Vísi.

Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu
Dómendur á öllum dómstigum hafa hafnað því að stefna hafi verið réttilega birt manni, sem staðfesti rafræna afhendingu stefnunnar með rafrænni undirritun.

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni
Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins.

„Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“
„Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál.

Hildur ráðin forstjóri Advania
Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar.

Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira
„Ég hef alveg mætt í fyrirtæki, kallaður út á laugardegi. Þar sem bíða mín 50 starfsmenn og mér réttur tússpenni og tafla og fólk spyr: Hvað eigum við að gera?" segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike.

Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi
Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum.

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Nýrri tækni fylgja nýjar áskoranir og umræðan um áhrif samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkunar á líðan ungmenna hefur ekki farið framhjá neinum. Gífurleg aukning hefur sést á heimsvísu í notkun samfélagsmiðla á borð við SnapChat, TikTok og Instagram á síðastliðnum árum.

Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Á UT-Messunni héldum við Finnur Pálmi Magnússon hjá dala.care erindi um valdeflingu einstaklinginsins í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Ísland er í lykilstöðu til að vera leiðandi í heilbrigðistækni og stafrænni umgjörð heilbrigðiskerfisins. Þörf er á því að setja heildstæða stefnu í málaflokknum, fjárfesta í innviðum og taka næsta skref fyrir heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar.

Þegar raunveruleikinn er forritaður
Sérhver skák fylgir sínum reglum, sérhvert taflborð hefur sín takmörk, og sérhver leikmaður ræður sínum leik. En hvað gerist þegar leikmennirnir hætta að stýra ferðinni og verða sjálft taflborðið? Þegar ekki er lengur spilað við þig heldur spilað með þig?

Getur nú greitt fyrir bensínið með appi
Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi og hægt að nota veski í síma til að greiða.

Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu
Við lifum á tímum ótrúlegra tækniframfara, þar sem möguleikarnir til sköpunar og nýsköpunar eru óendanlegir. Einn af þessum byltingarkenndu tækifærum er þrívíddarprentun – tækni sem hefur kraftinn til að umbreyta samfélaginu á áður óþekktan hátt. En því miður hafa margir ekki enn áttað sig á því hversu öflug þessi tækni er. Ef við nýtum hana rétt, gætum við tekið risaskref fram á við sem mannkyn. Við gætum orðið leiðandi í mannlegri snilld.