Tjáningarfrelsi

Fréttamynd

„For­seta­fram­bjóðandi er á villi­götum“

Mál Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda á hendur Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara og Vísis varðar tjáningarfrelsið og því ekki úr vegi að kalla til Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómsstóls Evrópu til að á lögfræðilegt álit á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Páll segir dóminn efla sig frekar en hitt

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Hann ætlar að áfrýja málinu.

Innlent
Fréttamynd

Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd

Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru æru­meiðingar, Gunnar Ingi!“

„Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll skipstjóri Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns. Dómari þurfti að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Óttinn við að tjá sig og tóm skyn­seminnar

Í núverandi samfélagi er vaxandi ótti við að tjá eigin skoðanir, knúinn áfram af tilhneigingu til að fylgja þeim sem gera hávaða og falla að markaðsráðandi stöðu. Þetta fyrirbæri er einkenni mikils skorts á sanngirni. Óttinn við að tjá skoðanir sínar er ýtt undir meðvitund um hættuna á að vera dæmdur eða jaðarsettur fyrir hugmyndir sínar.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttindi. Tjáningar­frelsið.

Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum Visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Mátti kenna Leoncie við nektar­dans

Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær.

Innlent
Fréttamynd

Ör­lög Julian Assange ráðast í næstu viku

Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga.

Erlent
Fréttamynd

Bjargar börnum á Gasa og vinnur meið­yrða­mál á Ís­landi

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá

Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá.

Innlent
Fréttamynd

Margrét sýknuð í Lands­rétti

Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Sendir annarri konu kröfu­bréf vegna um­mæla um nauðgun

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent konu kröfubréf vegna ummæla sem hún lét falla um hann á netinu árið 2022. Heimildin greinir frá og hefur eftir lögmanni Ingólfs að ekki sé útilokað að kröfubréfunum fjölgi á hendur fólki sem hafi tjáð sig með meiðandi hætti um tónlistarmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Danir banna kóranbrennur

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Erlent
Fréttamynd

Flutti eigið meið­yrða­mál og fékk á baukinn í Lands­rétti

Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Snorri hafði sigur í TikTok-málinu

Klippa sem Snorri Másson ritstjóri hafði sett inn á TikTok var eytt þaðan á þeim forsendum að um væri að ræða hatursorðræðu. Snorri veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Innlent
Fréttamynd

„Rétt­lætinu er full­nægt“

Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“

Innlent