Körfubolti Vrkić í Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina. Körfubolti 27.1.2023 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. Körfubolti 27.1.2023 17:31 Söguleg stund í vændum í Frystikistunni: Raggi Nat lofar fyrsta þriggja stiga skotinu á ferlinum Leikur Hamars og Ármanns í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið gæti orðið sögulegur. Körfubolti 25.1.2023 23:01 Elvar Már skoraði tólf í tapi Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69. Körfubolti 24.1.2023 22:08 Baldur þjálfaði á mótinu þar sem stjörnurnar verða til Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem stýrði Tindastóli til silfurverðlauna í Subway-deildinni í fyrra, varð um helgina fyrsti íslenski þjálfarinn til að fá að stýra liði á Euroleague Next Generation mótinu. Körfubolti 24.1.2023 12:01 Jón Axel framlengir við Pesaro út tímabilið Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Pesaro út leiktíðina. Frá þessu greindi félagið í kvöld. Körfubolti 23.1.2023 23:31 Umræða um mögulega bikarkeppni NBA-deildarinnar: „Kjaftæði“ Strákarnir í Lögmál leiksins ræða möguleikann á því að NBA-deildin í körfubolta fari af stað með bikarkeppni eins og við þekkjum til að mynda hér á landi. Virðist sem það sé alvöru umræða um að setja slíka keppni á laggirnar. Körfubolti 23.1.2023 18:00 Tryggvi Snær atkvæðamikill gegn Valencia Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik þegar lið hans Zaragoza tapaði gegn Valencia í ACB deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld. Körfubolti 22.1.2023 18:01 Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels. Körfubolti 19.1.2023 08:01 ÍR vann loks leik | Öruggt hjá toppliðinu ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki. Körfubolti 18.1.2023 22:31 „Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“ Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð. Körfubolti 18.1.2023 21:41 Tómas undir hnífinn eftir tveggja ára glímu við meiðsli Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson verður ekki með Stjörnunni næstu sex vikurnar hið minnsta en hann fór í aðgerð á báðum fótum eftir tapið gegn Val í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Körfubolti 18.1.2023 15:01 Elvar og félagar í 16-liða úrslit eftir sigur í oddaleik Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius eru komnir í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar í körfubolta eftir öruggan 19 stiga sigur gegn gríska liðinu PAOK í oddaleik í kvöld, 82-63. Körfubolti 17.1.2023 19:51 „Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. Körfubolti 17.1.2023 07:00 KKÍ með í baráttunni gegn endurkomu Rússa og Hvít-Rússa á svið íþróttanna Körfuknattleikssamband Íslands er meðal körfuboltasambanda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna stríðsins í Úkraínu. Körfubolti 16.1.2023 13:54 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Innlent 16.1.2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 16.1.2023 10:12 Semple áfram í botnbaráttunni Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur. Körfubolti 13.1.2023 22:31 Nei eða Já: „Verðum eiginlega að fá Lakers inn í þetta“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball. Körfubolti 10.1.2023 09:01 Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Körfubolti 9.1.2023 23:01 „Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Körfubolti 9.1.2023 17:45 Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72. Körfubolti 8.1.2023 18:55 Sara setti átta í mikilvægum sigri Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62. Körfubolti 7.1.2023 21:26 Körfuboltakvöld: Bræðurnir frá Þorlákshöfn unnu vel saman Frammistaða bræðranna Styrmis Snæs og Tómasar Vals Þrastarsonar var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru heillaðir af spilamennsku þeirra. Körfubolti 7.1.2023 10:48 Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Körfubolti 5.1.2023 18:00 Elvar skoraði tíu í öruggum Meistaradeildarsigri Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Rytas Vilnius er liðið vann öruggan 23 stiga sigur gegn gríska liðinu PAOK í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 85-62. Körfubolti 3.1.2023 21:16 Denver vann uppgjör bestu liðanna en Boston er með betra lið: Tímabilið í NBA til þessa Það hefur margt komið á óvart í NBA deildinni í körfubolta það sem af er tímabili. Sigur Denver Nuggets á Boston Celtics aðfaranótt mánudags kom hins vegar ekki mikið á óvart, eða hvað? Körfubolti 2.1.2023 23:31 Annáll Subway deildar karla: Valur Íslandsmeistari eftir magnað úrslitaeinvígi Valur varð Íslandsmeistari karla í körfubolta árið 2022. Liðið hafði aldrei orðið Íslandsmeistari síðan úrslitakeppnin var tekin upp. Liðið endaði í 3. sæti í deildinni en sýndi sínar bestu hliðar í áðurnefndri úrslitakeppni. Körfubolti 2.1.2023 23:00 Annáll Subway deildar kvenna: Njarðvík batt enda á áratugs bið Það má segja að Njarðvík hafi komið flestum, ef ekki öllum, á óvart á síðustu leiktíð Subway deildar kvenna í körfubolta en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að lenda í 4. sæti í deildarkeppninni. Körfubolti 2.1.2023 22:31 KR semur við bakvörð frá Litáen KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili. Körfubolti 2.1.2023 22:00 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 219 ›
Vrkić í Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina. Körfubolti 27.1.2023 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. Körfubolti 27.1.2023 17:31
Söguleg stund í vændum í Frystikistunni: Raggi Nat lofar fyrsta þriggja stiga skotinu á ferlinum Leikur Hamars og Ármanns í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið gæti orðið sögulegur. Körfubolti 25.1.2023 23:01
Elvar Már skoraði tólf í tapi Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69. Körfubolti 24.1.2023 22:08
Baldur þjálfaði á mótinu þar sem stjörnurnar verða til Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem stýrði Tindastóli til silfurverðlauna í Subway-deildinni í fyrra, varð um helgina fyrsti íslenski þjálfarinn til að fá að stýra liði á Euroleague Next Generation mótinu. Körfubolti 24.1.2023 12:01
Jón Axel framlengir við Pesaro út tímabilið Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Pesaro út leiktíðina. Frá þessu greindi félagið í kvöld. Körfubolti 23.1.2023 23:31
Umræða um mögulega bikarkeppni NBA-deildarinnar: „Kjaftæði“ Strákarnir í Lögmál leiksins ræða möguleikann á því að NBA-deildin í körfubolta fari af stað með bikarkeppni eins og við þekkjum til að mynda hér á landi. Virðist sem það sé alvöru umræða um að setja slíka keppni á laggirnar. Körfubolti 23.1.2023 18:00
Tryggvi Snær atkvæðamikill gegn Valencia Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik þegar lið hans Zaragoza tapaði gegn Valencia í ACB deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld. Körfubolti 22.1.2023 18:01
Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels. Körfubolti 19.1.2023 08:01
ÍR vann loks leik | Öruggt hjá toppliðinu ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki. Körfubolti 18.1.2023 22:31
„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“ Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð. Körfubolti 18.1.2023 21:41
Tómas undir hnífinn eftir tveggja ára glímu við meiðsli Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson verður ekki með Stjörnunni næstu sex vikurnar hið minnsta en hann fór í aðgerð á báðum fótum eftir tapið gegn Val í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Körfubolti 18.1.2023 15:01
Elvar og félagar í 16-liða úrslit eftir sigur í oddaleik Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius eru komnir í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar í körfubolta eftir öruggan 19 stiga sigur gegn gríska liðinu PAOK í oddaleik í kvöld, 82-63. Körfubolti 17.1.2023 19:51
„Örlítið verri en George skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru. Körfubolti 17.1.2023 07:00
KKÍ með í baráttunni gegn endurkomu Rússa og Hvít-Rússa á svið íþróttanna Körfuknattleikssamband Íslands er meðal körfuboltasambanda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna stríðsins í Úkraínu. Körfubolti 16.1.2023 13:54
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Innlent 16.1.2023 12:16
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 16.1.2023 10:12
Semple áfram í botnbaráttunni Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur. Körfubolti 13.1.2023 22:31
Nei eða Já: „Verðum eiginlega að fá Lakers inn í þetta“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball. Körfubolti 10.1.2023 09:01
Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Körfubolti 9.1.2023 23:01
„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Körfubolti 9.1.2023 17:45
Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72. Körfubolti 8.1.2023 18:55
Sara setti átta í mikilvægum sigri Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62. Körfubolti 7.1.2023 21:26
Körfuboltakvöld: Bræðurnir frá Þorlákshöfn unnu vel saman Frammistaða bræðranna Styrmis Snæs og Tómasar Vals Þrastarsonar var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru heillaðir af spilamennsku þeirra. Körfubolti 7.1.2023 10:48
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Körfubolti 5.1.2023 18:00
Elvar skoraði tíu í öruggum Meistaradeildarsigri Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Rytas Vilnius er liðið vann öruggan 23 stiga sigur gegn gríska liðinu PAOK í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 85-62. Körfubolti 3.1.2023 21:16
Denver vann uppgjör bestu liðanna en Boston er með betra lið: Tímabilið í NBA til þessa Það hefur margt komið á óvart í NBA deildinni í körfubolta það sem af er tímabili. Sigur Denver Nuggets á Boston Celtics aðfaranótt mánudags kom hins vegar ekki mikið á óvart, eða hvað? Körfubolti 2.1.2023 23:31
Annáll Subway deildar karla: Valur Íslandsmeistari eftir magnað úrslitaeinvígi Valur varð Íslandsmeistari karla í körfubolta árið 2022. Liðið hafði aldrei orðið Íslandsmeistari síðan úrslitakeppnin var tekin upp. Liðið endaði í 3. sæti í deildinni en sýndi sínar bestu hliðar í áðurnefndri úrslitakeppni. Körfubolti 2.1.2023 23:00
Annáll Subway deildar kvenna: Njarðvík batt enda á áratugs bið Það má segja að Njarðvík hafi komið flestum, ef ekki öllum, á óvart á síðustu leiktíð Subway deildar kvenna í körfubolta en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að lenda í 4. sæti í deildarkeppninni. Körfubolti 2.1.2023 22:31
KR semur við bakvörð frá Litáen KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili. Körfubolti 2.1.2023 22:00