Körfubolti

Fréttamynd

Vrkić í Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heima­menn sigruðu botn­liðið í spennu­trylli

Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már skoraði tólf í tapi

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi

Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ör­lítið verri en Geor­ge skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru.

Körfubolti
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Semple á­fram í botn­bar­áttunni

Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Körfubolti
Fréttamynd

„Pínu fá­rán­legt hversu skringi­lega þeir byrjuðu tíma­bilið“

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara setti átta í mikilvægum sigri

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62.

Körfubolti
Fréttamynd

KR semur við bakvörð frá Litáen

KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

Körfubolti