Körfubolti

ÍR vann loks leik | Öruggt hjá topp­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daniela Wallen Morillo var frábær í liði Keflavíkur í kvöld.
Daniela Wallen Morillo var frábær í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki.

Eftir að hafa hverjum leiknum á fætur öðrum þá komst ÍR loks á blað í Subway deild kvenna í kvöld þegar liðið vann sjö stiga sigur á Fjölni, lokatölur 62-55.

Útlitið var ekki bjart fyrir ÍR í hálfleik en liðið hafði aðeins skorað 25 stig og var 17 stigum undir. Þær sneru hins vegar dæminu við í síðari hálfleik og unnu frábæran sigur.

Greeta Uprus fór fyrir sínum konum og skoraði 26 stig. Þar á eftir komu Margrét Blöndal og Aníka Linda Hjálmarsdóttir með 11 stig hvor. Í liði Fjölnis var Simone Sill stigahæst með 20 stig en hún tók einnig 18 fráköst.

Keflavík var í heimsókn í Smáranum og vann sigur sem var í raun ekki öruggur fyrr en undir lok leiks. Gestirnir voru alltaf skrefi á undan en síðasta fjórðung leiksins unnu þær með 14 stiga mun þar sem Blikar skoruðu aðeins sex stig á þeim kafla, lokatölur 69-89.

Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Þar á eftir kom Birna Valgerður Benónýsdóttir með 18 stig. Í liði Breiðabliks var Sanja Orozovic stigahæst með 32 stig.

Staðan í deildinni er þannig að Keflavík er á toppi deildarinnar með 30 stig en Haukar og Valur koma þar á eftir með 26 stig. ÍR er sem fyrr á botninum en nú með tvö stig og Breiðablik þar fyrir ofan með 6 stig, tveimur minna en Fjölnir og ljóst að fallbaráttan er hvergi nærri búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×