Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Hjörvar Ólafsson skrifar 27. janúar 2023 20:20 Hilmar Smári Henningsson og Veigar Áki Hlynsson í baráttunni í leik liðanna í kvöld. Vísir/Pawel Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Haukar hafa nú 20 stig líkt og Njarðví en liðin sitja í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar með fjögur sitg en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum sem eru í sætunum fyrir ofan Vesturbæinga. Máté Dalmay: Bæði lið hefðuð getað klárað þennan leik „Framan af leik héldum við að við gætum tekið þennan leik á hálfum hrað“a en það er bara ekki möguleiki á þessum tímapunkti í tímabilinu. Við vorum að taka rosalega margar rangar ákvarðanir þegar við vorum að ná einhverjum takt í spilamennskuna,“ sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, eftir að þessum æsispennandi leik lauk. „Bæði lið settu stór skot ofan í og Daniel Mortensen batt tvisvar sinnum endahnútinn á play sem ég setti upp. Þessi leikur hefði getað dottið hvoru megin sem var en sem betur fer náðum við að vera yfir þegar mestu máli skiptir," sagði Maté enn fremur. Máté Dalmay íbýgginn á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Helgi Már: Erum búnir að smíða lið sem er erfitt að vinna „Þetta var hörku frammistaða hjá okkur í kvöld og því miður skilaði það ekki tveimur stigum eins og við ætluðum okkur. Við vorum nálægt því að næla í sigurinn undir lok venjulegs leiktíma og það var margt sem gekk á áður en leikurinn fór í framlengingu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Skotin duttu ekki niður hjá okkur á ögurstundu, ég gerði mistök og svo fannst mér þeir setja upp ólöglega hindrun þegar þeir setja leikinn í framlengingu. Við hefðum viljað ná í tvö stig en sáum allavega lið sem er að skilja allt eftir á gólfinu og meira er ekki hægt að fara fram á,“ sagði Helgi Már um hasarinn á síðustu mínútum leiksins. „Við erum komnir með lið sem er til í að berjast fyrir þeim stigum sem við þurfum að hala inn í seinni helmingi deildarkeppninnar. Við náðum í langþráðan sigur í síðustu umferð og vorum hársbreidd frá sigri að þessu sinni. Við vildum vinna þennan en það tókst en nú er það bara áfram gakk," sagði hann. Helgi Már Magnússon hugsar málin. Vísir/Pawel Af hverju unnu Haukar? Bæði lið fengu nokkur tækifæri til þess að hrifsa til sín stigin tvö sem í boði voru en Haukar settu sín skot niður. Hvorugt liðið náði tökum á þessum leik og þar af leiðandi var um jafnan og spennandi leik að ræða þar sem úrslitin réðust á lokaandartaki framleningarinnar. Hverjir sköruðu fram úr? Daniel Mortensen var með stáltaugar á mikilvægum augnablikum í leiknum og setti niður mikilvæg þriggja stiga skot sem héldu Haukum á lífi í leiknum. Hilmar Smári Henningsson átti svo góðan leik. Justas Tamulis var góður hjá KR-ingum sem og Brian Edward Fitzpatrick sem reif niður 12 fráköst. Hvað gekk illa? Enn og aftur tekst KR-ingum ekki að innbyrða sigur í jöfnum leik. KR-ingar fengu tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma og tækifæri til þess að setja leikinn í aðra framlengingu en það tókst ekki. Hvað gerist næst? Haukar sækja Val heim á mánudaginn kemur á meðan KR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn í mikilvægum leik í fallbaráttunni. Subway-deild karla Haukar KR Körfubolti
Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Haukar hafa nú 20 stig líkt og Njarðví en liðin sitja í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar með fjögur sitg en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum sem eru í sætunum fyrir ofan Vesturbæinga. Máté Dalmay: Bæði lið hefðuð getað klárað þennan leik „Framan af leik héldum við að við gætum tekið þennan leik á hálfum hrað“a en það er bara ekki möguleiki á þessum tímapunkti í tímabilinu. Við vorum að taka rosalega margar rangar ákvarðanir þegar við vorum að ná einhverjum takt í spilamennskuna,“ sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, eftir að þessum æsispennandi leik lauk. „Bæði lið settu stór skot ofan í og Daniel Mortensen batt tvisvar sinnum endahnútinn á play sem ég setti upp. Þessi leikur hefði getað dottið hvoru megin sem var en sem betur fer náðum við að vera yfir þegar mestu máli skiptir," sagði Maté enn fremur. Máté Dalmay íbýgginn á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Helgi Már: Erum búnir að smíða lið sem er erfitt að vinna „Þetta var hörku frammistaða hjá okkur í kvöld og því miður skilaði það ekki tveimur stigum eins og við ætluðum okkur. Við vorum nálægt því að næla í sigurinn undir lok venjulegs leiktíma og það var margt sem gekk á áður en leikurinn fór í framlengingu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Skotin duttu ekki niður hjá okkur á ögurstundu, ég gerði mistök og svo fannst mér þeir setja upp ólöglega hindrun þegar þeir setja leikinn í framlengingu. Við hefðum viljað ná í tvö stig en sáum allavega lið sem er að skilja allt eftir á gólfinu og meira er ekki hægt að fara fram á,“ sagði Helgi Már um hasarinn á síðustu mínútum leiksins. „Við erum komnir með lið sem er til í að berjast fyrir þeim stigum sem við þurfum að hala inn í seinni helmingi deildarkeppninnar. Við náðum í langþráðan sigur í síðustu umferð og vorum hársbreidd frá sigri að þessu sinni. Við vildum vinna þennan en það tókst en nú er það bara áfram gakk," sagði hann. Helgi Már Magnússon hugsar málin. Vísir/Pawel Af hverju unnu Haukar? Bæði lið fengu nokkur tækifæri til þess að hrifsa til sín stigin tvö sem í boði voru en Haukar settu sín skot niður. Hvorugt liðið náði tökum á þessum leik og þar af leiðandi var um jafnan og spennandi leik að ræða þar sem úrslitin réðust á lokaandartaki framleningarinnar. Hverjir sköruðu fram úr? Daniel Mortensen var með stáltaugar á mikilvægum augnablikum í leiknum og setti niður mikilvæg þriggja stiga skot sem héldu Haukum á lífi í leiknum. Hilmar Smári Henningsson átti svo góðan leik. Justas Tamulis var góður hjá KR-ingum sem og Brian Edward Fitzpatrick sem reif niður 12 fráköst. Hvað gekk illa? Enn og aftur tekst KR-ingum ekki að innbyrða sigur í jöfnum leik. KR-ingar fengu tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma og tækifæri til þess að setja leikinn í aðra framlengingu en það tókst ekki. Hvað gerist næst? Haukar sækja Val heim á mánudaginn kemur á meðan KR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn í mikilvægum leik í fallbaráttunni.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum