Vrkić þekkir vel til hér á landi eftir að hafa spilað með Tindastól á síðustu leiktíð og framan af þessari. Samningi hans á Sauðárkrók var sagt upp á dögunum og hefur Grindavík nú samið við Króatann sem er 2.08 metrar á hæð.
Vrkić hefur komið víða við á ferlinum en samkvæmt Wikipedia-síðu hans verður Grindavík 24. liðið sem hann spilar fyrir.
Grindavík er í 7. sæti Subway deildari karla með 7 sigra og 7 töp að loknum 14 leikjum.